mánudagur, 21. maí 2007

Sumarfríið komið á hreint

Jæja góðir hálsar þá erum við hjúin búinn að skipuleggja sumarfríið hjá okkur. Það er nú ekkert mjög merkilegt en það er sumarfrí engu að síður. Stefna er tekinn að fara 25. júlí út á Jótland og heimsækja Ellu frænku og allt hennar lið. Ætlum við að vera hjá henni í 2 daga og fara síðan til Arhúsa og vera hjá Stulla frænda fram á sunnudag. Þar sem við ætlum að vera á bíl er síðan stefnan sett á að keyra niður til Þýskalands á sunnudeginum og versla aðeins í landamærabúðini. Já eins og ég sagði er þetta nú ekkert merkilegt sumarfrí en frí er frí! Er það ekki?
Það er óhætt að segja að sólin er farinn að láta sjá sig hérna í Köben og erum við bæðu búinn að kynnast því. En hún er nátturulega ekki eins brunninn og kallinn. Við erum að tala um að ég gat varla sett á mig derhúfu í dag því ennið á mér er í steik!! En svona er að vera rauðhærður.
Annars er lítið að frétta héðan úr Köben nema að ég er í fullu í lokaverkefninu sem við eigum að skila 1. júní og Kristín er að vinna á fullu. En við ætlum nú að láta okkur vaða til UK n.t.t Peterborough og vera einnig með viðkomu í Yorke um næstu helgi og heimsækja Matt og Dagbjörtu og verður það án efa mikið húllumhæ.
Núna er fólkið að týnast eitt og eitt heim á klakan og fara Anna Lára og Höddi í byrjun júní og Guzzi fylgir síðan um miðjan júlí.
En það er sem betur fer fólk að koma og er von á Komma og frú í ágúst og verður gaman að hafa kallinn hérna í DK, svo framanlega að þau búi ekki einhver staðar út í rassgati. En þau eru á fullu að leyta að pleis til að vera á.
Þar sem ég og Kommi verðum hérna næsta vetur þá má búast við því að matarklúbbur veður haldin hér í sept, allavega stefnan sett á hann þá. Þá er hægt að segja að Köben muni ekki býða bætur þegar menn fara að flikkjast hingað!
En nú held ég að það sé málið að kveðja og prófa nýja ofin sem við fengum í dag þökk sé Gussa!!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim