föstudagur, 1. júní 2007

Bretlandsför

Jæja þá er um að gera að skrifa eitthvað um þessa Bretlandsför okkar hjúa. Þetta byrjaði allt að kvöldi 24. maí (afmælisdags Guðjóns bróður og Eric Cantona og til hamingju með það báðir 2) þegar haldið var út á Kastrup flugvöll með leigubíl. Á Kastrup var enginn röð, aldrei þessu vant og gekk þetta allt eins og í sögu. Síðan var flogið á Stansted þar sem Dagbjört tók á móti okkur. Eins og lesendur hafa tekið eftir hitti ég Anton Ferdinand þar og urðum við góðir félagar. Það var gaman að sjá Dagbjörtu standa þarna og mætti halda að þær systur höfðu ekki séð hvor aðra í áratug eða svo. Síðan var haldið upp til Peterborough og tók það um 3 tíma að komast þangað, því bíllinn var í einhverr brasi (mega öruggt allt saman). Þar sem við komum frekar seint þá var bara haldið í beddann.
Á föstudeginum fórum við síðan á stað sem heitir Stamford og er einhver gamall bær þarna hjá Peterborough frekar fallegur og gamall breskur bær. Ætluðum við okkur að kíkja í eitthvað óðalssetur þarna en því miður var það lokað. Um kvöldið var síðan haldin veisla heima hjá Dagbjörtu og Matt og var boðið upp á Fahjitas með ölli tilheyrandi. Eftir matinn komu síðan Tinna og Jason og fóru stelpurinar í einhvera kokteila á meðan strákarnir fóru í bjórinn og var aðsjálfsögðu aðeins kíkt á boltan sem var í kassanum. Eftir öll herlegheitin var síðan haldið á hverfisbarinn (nei ekki sem er á Íslandi) og þar var aðeins fengið sér í tánna og spilað smá pool. Frekar fyndinn Ástrali sem á þann bar en hann var mega die hard Man Utd fan og fær hann glymrandi respect fyrir það.
Laugardagurinn var svo tekinn snemma því það var búið að bjóða okkur í partý hjá frænku Matt í York. Við fórum þanngað ásamt bróður Matt og var þetta mega næs för. Við komum til York um 2 leytið og spókuðum okkur aðeins um í bænum, sem er frekar flottur ef ég á að segja sjálfur frá. Smá munur að vera á þessum stöðum heldur en í London, ekki alveg sami fýlingur en að mínu mati betri. Partyið byrjaði síðan um 7 leytið og var mikið drukkið og trallað. Matt og jeg vorum síðan settir í rúmmið um 2 leytið af stúlkunum en við létum það ekki stopa okkur og fórum aftur í bjórinn þangað til að ég var endalega settur í rúmið af Kristínu en Matt var manna lengs að drekka og sást það alveg á honum morgunin eftir.
Við röltum síðan aðeins meira um York á sunnudeginum áður en haldið var aftur niður til Peterborough og var sunnudagurinn tekinn rólega. Við láum eins og haugar fram á kvöld þangað til við föttuðum að við vorum öll orðin frekar svöng og var þá skundað á KFC til að ná í einhvern mat. Þegar allir voru mettir og fínir var síðan haldið á pöbbinn og 2-3 kaldið Guinness voru settir í magann.
Síðan á mánudeginum var haldið heim til Danaveldis á ný og gekk það líka svon frábærlega. Þannig til að draga þetta allt saman var þetta bara skemmtilegasta ferð í alla staði og þökkum við Dagbjörtu og Matt fyrir allt saman.
Það var nú ekki tekið mikið af myndum en þær allar sem voru teknar eru kominn inn í albúmið hérna hægra meginn og mæli ég með því að fólk kíki á þær enda mikið af flottum gömlum húsum sem voru filmuð í þessari ferð.

1 Ummæli:

Þann 3.6.07 , Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ elskurnar mínar. Takk æðislega fyrir komuna. Það er alltaf jafn gaman að fá ykkur í heimsókn.
Kv. Dagbjört

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim