Jæja allt að koma!
Nú er allt að komast á hreint. Maður er búinn að flytja inn á Eyrasundskollegíið, nánar tiltekið í hús J Íbúð 807. Þetta er að vera fjallmyndalegt hjá stráknum. Þessa fyrstu daga er maður bara búinn að vera að reyna að kaupa það sem vantar uppá í búið, hin sænska IKEA er búinn að reynast kjallinum góð og var veslað þar fyrir góða summu og er ég búinn að höndunum eftir að setja þetta allt saman. Það er reyndar ekki búið að kaupa rúm en Pési kaypti sér svefnsófa og krassa ég bara í kvikindinu á nóttuni. Kjallinn fór í dag og keypti sér eitt stykki tölvu, kallinn fór í Ibook, gamall draumur er orðinn að veruleika. Kristín kemur út 5. feb og bíður maður spenntur eftir því að sjá stelpuna. Hún á eftir að vera sátt að sjá hvað það er orðið fínt hjá stráknum. Gaui bró ætlar að koma yfir sundið á morgun og verður gaman að sjá hann. Jafnvel að maður fari til Svíaríkis á laugardaginn og geri umhverfismat á íbúðinni hjá honum og Elínu. En nú er ég hættur, ég og Pési keyptum okkur Proevolutionsoccer 5 í duty free og er verið að spila hann út í ystuæsar! Oddur kveður frá Eyrasundskollegíinu!
5 Ummæli:
Velkominn til Danaveldis kallinn minn - ég er ekki frá því að það sé hálf tómlegt hérna í STÓRA Samskipa-húsinu án þín.
Við pössum Kristínuna þína fyrir þig þangað til hún flýgur út í buskan til þín ;)
Kv. Magga
Ps. Er búslóðin komin?
ég get nú ekki sagt að ég sakni samskipa mikið en hún reddaði búslóðinni minni heilu og höldnu og maður er búinn að taka draslið upp!
Oddur
Sælir, vertu svo duglegur að blogga.
En annars lítur allt út fyrir það að menn munu reyna að troða sér inn á þig er Ísland kemur á Parken. Ef það er hægt að panta nú þegar, þá held ég að maður leggi inn pöntun.
Kveðja
Palli
Sælar, Hjörvar hér, sammála palla legg hér með inn pöntun um viðurværi þegar ísl. spila á parken. Hlakka til að sjá afraksturinn af IKEA förinni.
og hvenar á að mæta? á að koma í marz?
oddur
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim