Blogg nr. 98
Eins og titillinn gefur til kynna þá er þetta blogg númar 98 síðan við hjúin fluttum til danaveldis. Jeg nenni ekki að fara út í einhverja reiknikúnstir en ef einhver nennir þá fluttum við út um 20. janúar 2006.
Það er nú slatti búinn að gerast hjá okkur síðan við komum frá UK. Kallinn kominn með nýja klillu eins og glöggir menn sáu og Kristín er allllllltaf í vinnuni en það fer nú að skyttast í að hún byrji í skólanum og getur stúlkan ekki beðið og ég ekki heldu. Það er orðið soldið þreytt að vera alltaf einn heims fram á kvöld. En það lagast allt í byrjun ágúst. Anna Lára og Höddi eru flutt heim þannig að við sitjum uppi með Gussa þessa dagana en þar sem hann er búinn að láta sig hverfa til að skrifa þá sitjum við eiginlega upp með hvort annað bara!
Hópurinn minn í skólanum skilaði af sér verkefninu okkar 1. júní og var síðan prófað úr öllu draslinu í gær og fékk ég 7 í einkun. Er svo sem allveg sáttur við það en ég fékk 1 heilan í lækkun af því ég svaraði bara spurningunum, talaði ekkert meira en það, góð ástæða!!! Maður á eftir að fara í 1. próf í viðbót og er það svo kallað 48 tíma próf og er það ekkert fyrr en 20 júní.
Við tókum síðan þátt í Synoptik golfmóti á sunnudaginn var og gekk það líka svona vel. Allavega unnum við hjúin bæði í okkar flokkum og fengum bikar og læti. Kristín þurfti reyndar að fara í bráðabana við einhverja steik en hún tók hann easy bara.
Eins og staðan er í dag þá er maður ekki kominn með vinnu en við vonum að það skýrist endalega í þessari viku, annars þarf maður að fara hugsa sig um að fara heim og vinna. Reyni samt allt sem í mínu valdi stendur til að þurfa að fara ekki heim í sumar. Vill frekar vera í DK.
Hitinn í danaveldi er óbærinlegur þessa dagana og er búinn að vera um 30 gráður og er það ekkert grín að vera í þessum hita. Maður er að bráðna allan daginn og er verkamannatan búið að öðlast nýjar víddir á stráknum. Síðan styttist nátturulega í afmælið mitt og þarf fólk að fara hugsa sig um að fara senda pakkana. Er þá ekki rétt að henda inn smá óskalita hérna. Ósoma bolir (ég á Rock and Rolla og Sviðasulta), Svartir Converse skór, Takka skór (puma), Canon E400 myndavél, Ramma utan um myndina sem við keyptum í UK. Þetta er það helsa bara en fólk má svo sem senda mér hvað sem er!!! En ég held að ég ætla að láta þetta gott heita en endum á einni mynd af kjallinum. Eins og ég sagði hefur verkamannatan öðlast nýjar víddir!!

1 Ummæli:
Get ekki séð annað en að þú sért í góðum bol. Tarzan hvað?
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim