Fallerý Fallera
Held að það sé kominn tími á smá blogg hérna!
Já gott fólk, þá er kjallinn kominn með vinnu og maður er ekki á leiðini heim! Slæmt er það fyrir Íslenskt samfélag en svona er þetta bara! Maður er í einhverru verkamannavinnu og svitnar maður eins og múkki allann daginn en maður má alveg við því!
Maður átti nátturlega afmæli í síðustu viku og kroppaði maður aðeins á því! Jeg fékk frá Kristínu miða á Hróarskeldu og Ipod nano, ekki slæmt. Frá ma og pa fékk ég Nike band til að vera hlaupa með nanoin, nú þarf maður að fara hreyfa sig og einnig fékk ég 2 skyrtur. Frá tengdó fékk ég mega næs The Doors 40 afmælissett og bol úr dogma. Frá Gussa og Hlín fékk ég síðan svalar kvertbuxur. Jeg þakka bara öllum kærlega fyrir mig hvort sem þeir gáfu mér pakka eða sendu kveðju.
Eins og þið lásuð er maður á leiðinni á Hróa til að sjá The Who, RHCP, Björk, Mika, Peter Björn og John, Beasty Boys. Þetta verður mega næs, verst bara að það er spáð rigninu allann tímann, en maður ætti að þola það!
Kristín er að vinna eins og alltaf en það er skárra núna þar sem maður er byrjaður að vinna líka. Það fer nú að styttast í að frúin byrji í skólanum og getur hún ekki beðið eftir því. Jeg nenni ekki að skrifa langt blogg þannig að ég hendi bara punktum í ykkur og þið fyllið í eyðurnar.
-Fæ ekkert að vita með skólamál fyrr en 28. júlí
-Kristín byrjar í skólanum 30. júlí
-Ætlum að kíkja út á Jótland 26-29. júlí
-Jeg verð sennilega heima 8 - 12. ágúst
-Kristín verður heima í sept.
-Ma og Pa verða hérna 13-15. júlí
-Kolla og Tumi verða hérna í lok ágúst
-Magga og haffi gistu í nótt hjá okkur, gaman að sjá þau
-Strákarnir eru að koma í heimsókn í sept. Ali og Dóri búnir að panta, fleiri eru á leiðini
-Er að fara á BK Hacken - KR 19. júlí í Gautaborg
-Það rignir en í Köben og njótiði þess að hafa betra veður en við meðan það lifir
-Gussi er að flytja heim
-Kommi og Kristín flytja út 15. ágúst
Held að þetta sjá bara ágætt í bili, ætli maður setji ekki inn góðan pistill eftir Hróa
(stafsetningavillur eru gerðar af persónulegum ástæðum)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim