laugardagur, 28. janúar 2006

Ísland - Danmörk

Já, er ekki kominn tími til að henda einhverju hérna inn. Gaui og Elín komu yfir sundið í gær og horfðu á Ísland - Danmörk hjá kjallinum í gær. Höfðum átt að sigra Danina, það var klárlega brotið á Petterson þegar hann fór í 5.000 fetinn, Einar hafði klárað kastið og Ísland hefði unnið, en svona er boltin dómarinn er ekki alltaf á okkar bandi.
En í dag var dagurinn tekinn snemma og fór ég yfir sundið til Gaua og Elínar. Nýja talvan var alveg að bjarga manni í lestini þó að þessi ferð sé ekki nema 30. mín en það er möst að vera í manager á meðan. Ég og Gaui röltum um bæinn og kjallinn keypti sér húfu enda er massa kalt hérna úti. Við fórum síðan að borða á einhverjum mexicósku mötuneyti rétt hjá þeim. En maturinn var frekar góður enda maður ekki búinn að éta neitt allann daginn nema vöflur sem gaui var að mixa sem voru nú eingar vilkó vöflur. Maður var að koma inn og nú er bara málið að fara að spila Pro og fá sér jafnvel einhvern bjór með því og ætli maður endi ekki á Eyrarsundskollegíbarnum (langt orð vinur). Maður biður að heilsa heim og eins og maður segir á móðurmálinu. Kærlig hilsen!

3 Ummæli:

Þann 30.1.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ Oddur minn.... Þetta lítur flott út hjá þér.
Ég var samt að spá hvort það væri hægt að láta teljara á síðuna, mér finnst alltaf svo gaman af svoleiðis:S Það er satt hjá Möggu það eru allir að hugsa rosalega vel um mig, hún er meira að segja búin að bjóða mér í klúbb á morgun, sem ég veit að verður gaman..
En allavega langaði bara að segja hæ, ég var nú bara að sjá fyrst núna að þú hefðir skrifað, hafði ekki hugmynd um að þú værir byrjaður, það verður að segja manni svona. Ok blabla í mér heyri í þér ástin mín

Þín Kristín Edda væntanlegur Danmerkurbúi

 
Þann 30.1.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ hæ dúllurnar mínar !
Eins gott að Oddur sé farinn að setja allt í stand, þar sem ég er væntanleg eftir aðeins ÞRJÁTÍU daga !!! jibbý jei !!!
Hlakka rosalega til að sjá ykkur. Hvernig er það með þig Oddur, geturðu ekki hent inn myndum af höllinni ykkar???

kveðja, Dagbjört í UK

 
Þann 31.1.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Já takk - Magga vill líka myndir ;)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim