mánudagur, 31. júlí 2006

Komin til Köben

Jæja þá er frúin mætt á aðalsetrið í Köben.... Ég fór í fyrsta skipti í skólann í dag, sem gekk alveg ágætlega.. Bara svona kynning og eittvað. Konan var norsk sem var með kynninguna þannig ég skildi ekki alveg allt sem var í gangi hehe. Maður er næstum komin með dönskuna en ekki alveg tilbúin fyrir norskuna. Það var mjög fínt að koma hingað aftur, er reyndar enn þá að venjast hitanum og rakanum. Ég vona að gestir og gangandi hafi haft það fínt hérna á meðan ég og Oddur vorum á Íslandi, allt var mjög fínt þegar það var komið í setrið og hefur ekki þurft að taka neitt til;) Svona er Köben í dag. Það hafa einhverjir nefnt það að kíkja í heimsókn þannig að það verður gaman hvernig það fer... Jæja ætla að fara að slaka á enn meira...

Kveðja Kristín Edda

miðvikudagur, 19. júlí 2006

sumarfrí

Sæl

Ég veit að það átti að vera sumarfrí hérna á síðunni!! En ég er hér til að spyrja hvort einhver vilji koma í heimsókn í ágúst til Köben... Endilega ef þið viljið hafið þá bara samband við mig.... Og ef það er laust þá er aldrei að vita nema ég leyfi ykkur þá bara að sofa heima hjá mér!!!!

Kveðja Kristín Edda