miðvikudagur, 29. október 2008

Íslandsblogg

Já gott fólk, eins og margir hafa beðið eftir þá er blogg frá Íslandsför minni að detta inn! Því er víst beðið með mikilli eftirvæntinug og einhver þrýstingur úr Frostaskjólinu þannig maður svarar kallinu.
Það er óhætt að segja að það hafi verið gaman að koma heim á klakann þó að tíminn hafi verið stuttur. Hefði sennilega verið skemmtilegra að koma heim ef staðan í þjóðfélaginu hefði verið önnur en maður getur ekki gert mikið við því, það er víst ekki í mínum höndum. Samt eins og allir eru í einhverju móki. Það var gaman að sjá mömmu þegar maður lenti í Drulluvík, hún var ein á ferð þar sem gamli var í útlöndum og skundaði maður aftur til Drulluvíkur til að ná í hann daginn eftir. Maður brasaði nú mikið á íslandi og fór maður í smá verslunarleiðangur enda ódýrt fyrir Danabúa að versla á klakanum þessa dagana. Maður skundaði í mat til Dagbjartar á fimmtudeginum og bauð hún upp á dýrindis Fahijtas sem var ekki af ódýrari gerðini. Síðan kom helgin og þá fóru þessar háskólasteikur að ranka við sér eftir þýnku helgarinar á undan. Það er víst eina sem þessar steikur gera er að rísa frá dauðum á föstudögum og sofna síðan á mánudögum. Síðan segja menn að það sé púl að vera í HÍ.
KR-crewið hittist síðan á Hróa Hetti á laugardeginum. Ég, PK, Baba, Dodo, Sölvi, Himmi og Kommi gúffuðum í okkur ljúfengum mat og skunduðum síðan í Kjallarann hjá PK og var óhætt að segja að gleðin hafi verið við völd. Gleðini lauk síðan ekki fyrr en á sunnudags morgun. Bara eins og þetta á að vera.
Mamma ákvað síðan að stjana við strákinn á sunnudags kvöldinu og var boðið upp á hrygg. Gaui og Elín komu í mat og var gríðarlega mikið borðað. Maður fór nú ekki tómum höndum frá Íslandi, strákurinn fór í Krónuna og fjárfesti í einum hrygg sem verður borðaður við hátíðlegt tilefni og maður laumaði einhverju góðgæti með. Mér til mikillar gleði sá ég Stellu í orlofi í hilluni í Krónuni og er hún að gera gott mót.

ps. reyndi mitt besta fyrir PK, Komma og Sölva að nota ekki sömu orðinn. Reyndi einnig að koma nöfnum ykkar eins oft inn og ég gat en þessa var ólesanlegt. Ég biðst þvagláts.

Staðan í dag
Nenni ekki lengur að brasa um þessa íslandsför og færa ykkur smá update á stöðuni eins og hún er í Köben núna. Lífið gengur sinn vanagang. Kristín er að vinna eins og ljónið og kallinn er að reyna að skólast. Skólinn er að gera gott mót og held ég bara að eitthvað sé að sýjast inn í rauða kollinn. Hann hann verður mikið gáfaðri þá er aldrei að vina nema hann skipti um lit. Einmitt..... Ég er enþá að vinna út á Kastrup og er alltaf gott að fá smá auka aur í kassan á heimilinu. Held ég láti þetta bara vera nóg í bili og þið heyrið væntalega í kjallinum seinna.

1 Ummæli:

Þann 30.10.08 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá þig dúllan mín!
Þú gleymdir að vísu að taka fram að ég var líka með geggjaðan eftirrétt :)
53 dagar eða svo!
...Dagbjört

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim