Íbúð og læti
Gott fólk þá erum við búinn að flytja og erum að koma okkur fyrir í K-inu! Svefnuherbergið okkar hefur minnkað en á móti fáum við annað herbergi fyrir gesti og gangandi! Við skilum gömlu á föstudaginn og IKEA ferð á laugardaginn. Það þarf víst að versla eitthvað í IKEA því plássið er öðruvísi núna en það var áður og þarf eitthvað að mixa þetta saman. Alltaf gaman að fara í IKEA!! Jafnvel að maður verði flottur á því og skelli sér á sænskar kjötbollur!!
Annars gegnur lífið sinn vanagang hérna hjá okkur. Skólin er á fullu og vinnum við bæði svona með. Kallinn er byrjaður aftur ó boltanum eftir smá meiðsli. Nárinn var eitthvað að stríða kjallinum og tók það mánuð að hrista það af sér. Spiluðum einn æfingaleik um daginn og kallinn var ekki lengi að setja'ann!! Gaman að því!
Það er nú ekki langt þanngað við hjúin komum heim á klakann og eru sumur að missa sig í spennu yfir því. Segi enginn nöfn!!
Veit svo sem ekkert hvað ég á að segja meira þannig ég ætla bara að slútta þessu eins og ljónið!!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim