þriðjudagur, 11. nóvember 2008

Mega helgi

Já þá er kominn þriðjudagur og það þýðir að það kemur brátt helgi á ný. Nei, nei segi svona en það er satt. Síðasta helgi var í betri kantinum og var mikið um að vera. Gerður og Dabbi komu til okkar á fimmtudaginn var og dvöldu þau hjá okkur yfir helgina. Óli Johnson og frú voru einnig í Köben og fór ég, dabbi og Gerður ásamt þeim í mat til Arndísar og Grétar á föstudagskvöldinu. Ég dvaldi ekki eins lengi og þau hjá þeim því ég skundaði í bæinn til að hitta Kristínu, Míu og Þráinn enda var J-dagurinn runninn upp. Fyrir þá sem ekki vita er J-dagurinn þegar Tuborg Julebryg kemur til byggða. Jólabjórinn brást ekki þetta árið og rann hann ljúft niður. Hef það einhvernveginn á tilfinninguni að ég muni fá mér hann aftur. Við sátum og eitthvað fram á nótt að sötra og síðan var haldið heim því maður átti mikilvægan leik á laugardeginum.
Laugardagurinn var svo tekinn snemma því kjallinn átti að spila síðasta leik tímabilsins á móti Dragør Bk. Við þurftum að taka þennann leik helst stórt til að bjarga okkur frá falli. Því miður brást okkur bogalistinn og töpuðum við 1-0. Ég náði þá þeim merka árangri að fara í gegnum heilt tímabil með liði og aldrei vinna leik. Missti af 3 leikjum sem unnust báðir. Um kvöldið var síðan haldið á vit ævintýrana að sjá hljómsveitina frá Manchester nánar til tekið OASIS. Gallagher bræður voru frekar ferskir án attitudes. Við vorum temmilega sáttir við tónleikana og gefum þeim 4 jólabjóra af 5 mögulegum. Ekki amarlegt það.
Á sunnudeginum var kjallinn að vinna um morgunin. Eftir að maður kom heim héldum við með Dabba og Gerði á Laundromat og fengum okkar temmilegann bröns. Síðan kvöddum við þau og brunuðu þau til Aarhus. Við skunduðum síðan niður í bæ að hitta Míu og Þráinn og var ferðini haldið á James Bond. James var klárlega að skila sínu og klikkaði hann ekki. Ég saknaði samt einar setningar úr myndini "My name is Bond, James Bond" Trúi því ekki að þeim gáti ekki pungað henni inn einhvertíman.
Jeg ætla nú ekki að hafa þetta lengra að sinni og koma mér út í Amagercentret að versla!!

2 Ummæli:

Þann 11.11.08 , Blogger Ingvi Rafn sagði...

Djöfull öfunda ég þig af Oasis, ég ætla að reyna að sjá þá í janúar. Annars styttist í að maður sleppi af kreppuskerinu. Vonandi býður PS3 eftir mér hjá þér..

 
Þann 12.12.08 , Anonymous Nafnlaus sagði...

"Missti af 3 leikjum sem unnust báðir."

Yfirburðapæling hjá Oddinum!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim