fimmtudagur, 29. mars 2007

Heimferð

Jæja þá erum við á leiðini heim í kvöld þannig að það verður bloggleysi á þessari blessuðu síðu næstu 2 vikurnar! En ætli við lofum ekki góðum pistli þegar við komum aftur heim! En svona bara til ykkur og okkur til yndisauka þá set jeg inn veðurspána í DK og Ísl næstu daga:
DK:
ÍSL:
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Sunnan 10-18 m/s og talsverð rigning sunnan- og vestanlands, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 5 til 10 stig. Á sunnudag og mánudag: Ákveðin suðlæg átt og vætusamt, einkum sunnan- og vestanlands. Fremur hlýtt. Á þriðjudag og miðvikudag: Vestan og síðar norðvestanátt og kólnar talsvert með úrkomu vestan- og norðanlands, annars bjartviðri. Spá gerð 29.03.2007 kl. 08:00

Hvar skildi maður vilja vera?

þriðjudagur, 27. mars 2007

Vorið er komið

15 gráður, sól og logn í Køben og er væntanlega áfram!

þriðjudagur, 20. mars 2007

Jesss........

......hvað okkur hlakkar að koma heim í þetta skítaveður!! Eruð þið ekkert að grínast á veðrinu á The Klake? Hvað er í gangi? Þetta er ekki eins og hérna í Køben, vorið er farið að gera vart við sig og maður finnur sumarið í loftirnu! Það er frekar næs! En veðrið er nú ekki það sem ég ætlai að tala um. Kristín er að vinna eins og ég veit ekki hvað og maður er að drøslast áfram í þessum blessaða skóla! Jeg skilaði inn í síðustu viku heimaverkefninu fyrir Kunstakademiets Arkitektskole og vonar maður að það gangi vel, hef ekki hugmynd um hvernar maður fær svar um að koma í próf eða ekki, reikna reyndar með því að það verði einhver tíman í apríl. Einnig er maður búinn að skila um umsóknum í Danmarks Designskole og København Universitet í landslagsarkitekt og bíður maður eftir svörum þaðan.
Maður er búinn að droppa hækjunum og er farinn að labba eðlilega en ég er samt ekkert byrjaður að æfa aftur en það hlýtur að fara að koma. Stefni að því að spila leik heima.
Við fórum í mat hjá Önnu Lára og Hödda á fös og var Gussi einnig staddur þar. Tókum við strákarnir okkur til og grilluðum einn eitt lærið og var það alveg Goggi mega eins og vanarlega.
Jeg veit svo sem ekkert hvað ég á að skrifa meira og er örugglega að gleyma einhverju sem Kristín vil tala um en það verður bara að bíða betri tíma. En það styttist í heimkomu okkar og eru ekki nema 9 dagar í það!!

PS. Les einhver þetta blogg?

miðvikudagur, 14. mars 2007

Ein fyndnasta auglisýng í dønsku tv í dag!

fimmtudagur, 8. mars 2007

Smá update

Jæja er ekki kominn tími til að láta aðeins í okkur heyra. Síðast þegar ég póstaði var það eftir að maður kíkti á mótmælin. Þessi blessuðu mótmæli eru nú að fjara út enda er ekkert til að mótmæla lengur eftir að þeir tóku sig til og rifu kofann. Ekkert nema gott um það að segja. Eftir mótmælin eru öll fangelsi yfirfull af mótmælendum og er það bara mjög eðlilegt. Er eðlilegt að kveikja í bíl til að mótmæla húsi?? Jeg bara spyr. Þeir kveiktu ekki nema í einhverjum 20 bílum og rústuðu allari Nørrebrogade, eðlilega! En já það er fínt að þetta sé búið.
En já það helsa sem er að frétta af okkur hjúunum er að kallinn var að spila á fótboltamóti um síðustu helgi og kem vægastsagt ekki vel út úr því. Maður var sparkaður niður og uppskar mar á beini og vefjaskemdir í kringum það. Þannig að Palli, ég slasaðist ekki í mótmælum. Þannig að maður er að þvælast um götur Køben á hækjum og er það ekkert smá erfitt! Kristín er búinn að panta sér ný gleraugu og bíður konan spennt eftir að fá þau. Maður er á fullu að reyna að teikna til að geta skilað inn möppu fyrir arkitetaskólan, maður hefur fram að 15 mars klukkan 1200 og verð ég búinn að skila fyrir það.
Það er nú farið að styttast í heimför okkar og eru ekki nema 21 dagur í að við komun á The Klake og verður það bara gaman. Rétt að vona að maður verður orðinn heill í að spila einn leik með KV. Kristín er kannski að fara til Sønderborgar um helgina til að fara í afmæli hjá Tine og verður kallinn einn í kofanum. Það getur bara verið að kallinn breyti íbúðinni í eitt stor spilavíti og fái strákana yfir í póker! Øsssss eintóm veisla. En nú held ég að málið sé að kveðja í bili!

fimmtudagur, 1. mars 2007

Ungdomshuset bliver ikke

Maður er nú ekki maður með mönnum í dag nema að maður taki þá í smá mótmælum og læti. Jeg lét reyndar lætin vera en kíkti á þetta pakk sem er að mótmæla að þeir séu að loka ungdomshuset, eða það var rímt í morgun með tilheyrandi látum! Maður var með símann á lofti og tók nokkrar myndir!