Roskilde-Festival 2007
Jæja gott fólk þá er Hróaskelda afstaðin þetta árið. Það eru reynar tónleikar í kvöld en mig langar ekkert að sjá Muse þannig að maður heldur sig bara heima í aften. Það er óhætt að segja að veðrið hafi sett strik í reikninginn þetta árið og var gjörsalmega allt á floti þarna. Held að maður fari bara í góðu veðri næst. Við fórum á miðvikidagskvöldið upp eftir og var komið sér fyrir í tjöldunum. Síðan var setið og sötrað eitthvað eftir kvöldi og svaf ég upp frá fyrstu nóttina en hinar fór maður bara heim á nóttinu og kom síðan fyrir tónleikana.
Á fimmtudeginum var hátíðin síðan sett og kíktum við á Artic Fire sem voru að spila á Arena. Við fórum snemma af þeim til að ná góðum stað á The Killers. Það var reyndar hljómsveit á undan Killers sem heitir Volbeat og er dönsk og var hún frekar góð. Eftir hana kom The Killers á svið og voru þeir vægast sagt geðveikir. Stóðu algjörlega undir væntinum og voru mjög þéttir. Fullt hús stiga þar á ferð þrátt fyrir mega regn mest allan tíman. Eftir Killers kom Björk á svið og var ég búinn að ákveða að reyna að þrauka allt sjóið en eftir 4 lög fékk ég og Orri nóg og fórum upp í tjöld og síðan heim.
Föstudagurinn var einnig mjög góður og var það Beasty Boys sem fóru á kostum og sýndu að þeir hafa eingu gleymt þó að þeir seú að nálgast 5 tuginn. Þeir komu mér soldið á óvart hvað þeir spila sjálfir mikið á hljóðfærin og voru nett þéttir og góðir á því. Eftir Beasty Boys fórum við síðan yfir á Odeon til að sjá Peter Björn and John og voru þeir einnig mjög góðir.
Á laugardeginum voru síðan sleggjurnar settar á svið. Á Orange var fyrsta stóra nafnið Flaming Lips. Þeir voru svona í steiktari kantinum en voru góðir, allavega það sem maður sá af þeim. Eftir þeim komu síðan The Who á svið. Who var stærsta nafnið sem mig langaði að sjá og var vægast sagt búið að byggja upp mega spennu fyrir þá. Við komum okkur nett framarlega og sáum þá mega vel. Þeir voru mjög þéttir og góðir og hafa þeir greinilega eingu gleymt. Þeir komu með alla helstu slagarana en þeir slepptu Baba O'Riley og Substitude sem hafði verið gaman að heyra. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar þeir tóku síðan Pinball Wizard í uppklappinu. Eftir Who kom síðan Red Hot Chilli Peppers og komu þeir mér á óvart hvað þeir voru lélegir. Þeir spiluðu lítið af lögum og voru þau flest af nýja disknum. Það var eins og eitthvað væri að Anthony Kiedis (söngvaranum) og hljómsveitin væri að bæta upp fyrir það með því að djamma á sviðinu helmingin af sjóinu.
En það er hægt að segja að þetta hafi verið mega næs helgi og voru það The Killers og The Who sem stóðu upp úr af minni hálfu. Maður tók helling af myndum og er hægt að sjá þær hér.
2 Ummæli:
Takk fyrir frábæra Skeldu.
Eftir nánari athugun tóku The Who Baba O´Riley á tónleikunum. Veit að ég sagði annað þegar þú spurðir mig en maður var bara í svo mikilli rokk vímu að ég svaraði bara einhverju. Það er hér með leiðrétt.
Sá í fréttunum að bjórsala hafi verið undir öllu sem eðlilegt telst...
...er það ekki þar með sagt að danskur bjór sé vondur?!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim