föstudagur, 5. október 2007

....og hvað?

Þá er kominn tími að við látum aðeins vita af okkur! Það er svo sem ekki mikið búði að vera gerast hjá okkur eftir að strákarnir fóru heim. Það óhætt að segja að það sé fínt að slappa aðeins af eftir gestagang síðustu mánuði. Skólinn gengur sinn vana gang hjá okkur. Kristín er á fullu og ég er að vinna að lokaverkefninu hjá mér.

Maður er kominn á fullt í boltanum og er maður búinn að spila einn leik. Spiluðum um síðustu helgi á móti Birkrød og töpuðum við 3-1. Jeg spilaði 60 mín og var gaman að komast í alvöru leik. Maður var kannski ekki að spila sinn besta leik á ferlinum en þetta er allt að koma hjá manni.

Kristín er að fara heim til Íslands næsta föstudag og verður hún í 10 daga á klakanum. Henni er farið að hlakka soldið til að koma heim og skilur maður það mæta vel.

En nú er kominn tími á að hætta og fara taka aðeins til hérna á heimilinu!

4 Ummæli:

Þann 10.10.07 , Blogger Ingvi Rafn sagði...

Hvað segirðu, er kallinn að fara að vera einn heima, við verðum að gera eitthvað gott úr því, póker jafnvel??

 
Þann 11.10.07 , Blogger gussi sagði...

Ertu enn að taka til?

 
Þann 12.10.07 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ein spurning frændi afhverjua skifarðu allta Jeg en ekki ÉG ?
Er þetta einhver ruglingur úr dönsku eða .......................

 
Þann 12.10.07 , Blogger Oddur og Kristín í København sagði...

Nei Sissa mín! Þetta hefur rætur sínar að rekja til Hilmars Guðjónssonar vinar míns! Hann byrjaði á þessu fyrir löngu og ég tók þetta upp einnig á sínum tíma! Bara létt grín!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim