sunnudagur, 9. september 2007

Update

Þá held ég að það sé kominn tími á smá upprifjun hérna hjá okkur í Köben. Það er óhætt að segja að það sé búið að vera mikið að gera hjá okkur síðustu vikurnar. Kolla og Tumi eru búinn að vera hjá okkur í 1 1/2 viku og er margt búið að gera. Haldið var til þýskalands um síðustu helgi og gist eina nótt í Hamborg. Við erum búinn að borða allt of góðan mat og labba strikið sirka 10 sinnum. Tumi var einnig settur í vinnu og var hengt upp loftljós, myndir og kertastjaka sem við fengum frá þeim, mjög flottur. Við viljum hér með nota tækifærið og þakka kærlega fyrir okkur.

Kommi og frú eru flutt hingað út og komu þau í mat til okkar um daginn. Kallinn tók upp hanskana og eldaði dýrindis purusteik og heppnaðist allt vel. Það er gaman að fá Komma hingað út og nú þarf bara að virkja hann í handboltan.

Maður er búinn að vera æfa undanfarið og æfði ég viku með B93 sem er gamalt stórveldi hér í Köben. Það gekk bara vel en þar sem þeir eru komnir á high sesaon þá er maður kannski ekki í sama formi og þeir. Þjálfarinn vildi sjá meira af mér og bauð mér að spila með varaliðinu fram að jólum og koma mér í form og sonna. Einnig er ég að æfa núna með Boldklubben Skjold sem er í sömu deild og B93. Það hefur gengið vel bara og æfi ég með þeim einnig í næstu viku. Þannig að þetta ætti að fara skýrast hvað maður gerir fótboltalega séð hérna út.

Skólinn hjá mér er byrjaður og erum við að gera eitt lokaverkefni yfir alla önnina. Okkar verkefni er að gera heimasíðu fyrir íslenskt fyrirtæki sem heitir Danica og kannast kannski einhverjir við það. Við erum með nett frjálsar hendur í því og verður þetta bara gaman vona ég. Kristín er í skólanum á fullu og gengur bara allt vel hjá henni.

Ég fékk hringingu frá Guðjóni bróður í síðustu viku og sagði hann mér að taka frá helgi í nóvember því að ég, Sigþór, Guðjón og pabbi erum að fara á völlinn í Englandi. Erum við víst komnir með miða á West Ham - Bolton á laugardeginum og erum að bíða eftir miðum á Arsenla - Man Utd á sunnudeginum. Það er óhætt að segja að þetta verður snilldar ferð.

En ég held að þetta sé ágætt frá mér að sinni og veit ég að Kristín ætlar að rita eitthvað hérna inn á næstuni og verður sennilega ýtarlega farið í heimsókn Kollu og Tuma. Já, þetta er orðið gott og er málið að hætta í bili.

Ajauuuuu

3 Ummæli:

Þann 10.9.07 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hallelúja!

 
Þann 11.9.07 , Blogger gussi sagði...

Góð færsla.

Ég er líka gríðarlega ánægður með það að þú ert byrjaður að gera smá greinaskil á milli "kafla" hjá þér. Þetta verður strax mun þægilegra aflestra.

Farðu vel með þig og ég bið að heilsa Kristínu.

 
Þann 17.9.07 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Af hverju ertu ekki búinn að blogga um að ég sé að koma í heimsókn!!?

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim