long time no see!!!!
Sæl!!
Langt síðan maður hefur skrifað eitthvað hérna... Ég er enn þá á lífi og lifi lífinu vel. Ég er nú búin að gera margt síðan ég skrifaði síðast.
Fór til Íslands surprise þannig að þið sem ég hitti ekki, ekki taka það nærri ykkru því það var ekki mikill tími og ég mun láta ykkur vita næst þegar ég kem...
Mamma og pabbi komu líka í heimsókn eins og Oddur var búin að nefna og var þetta æðislegur tími. Borðað sofið, ég fór í skólann, mamma og pabbi versluðu mikið. Við leigðum okkur bíl og keyrðum til Hamborg og gistum þar eina nótt. Það var mjög fallegt þar, mjög mikið af fólki í bænum. Komumst ekki strax á réttan stað þar sem leigubílstjórinn sagði okkur að fara í öfuga átt. Lentum við í frekar athyglisverðu hverfi og aumingja pabbi sem dróst aðeins afturúr í fimm sekúndur var spruður að því hvort hann hefði ekki tíma í að kíkja upp á hótelherbergi með sér.... Pabbi sagðist þvi miður ekki hafa tíma og hljóp strax á eftir okkur. Greyið var svolítið skelkaður en hann hafði reyndar lent í þessu áður í Hong Kong en þá var hann leiðandi 6 ára dóttur sína og konu... Hann hlýtur bara að líta svona svakalega vingjarnlegur út eða að eiga mikla peninga hver veit.......
Við keyrðum síðan aðeins lengri leið heim og komum við á Himmelbjerget sem er stærsta "fjall" í Danmörku. Það rigndi ógeðslega mikið og við erum bara sátt við að hafa komist heim heilu að húfi.
Fórum í Carlsberg safnið, Dhl hlaup sem er keppnishlaup milli allra fyrirtækja í DK, það stendur yfir alla vikuna. Fórðum í vinnuna mína og pabbi fór í sjónpróf, pabbi var bara flottur á því og keypti sér ný gleraugu og ætlar mamma að vera aðalmaneskjan næst í búðinni og jafnvel kaupa sér gleraugu. Fórum í Christaníu, í Tívolí og svo lengi mætti telja. Þetta var æðislegur tími og vona ég að við gerum þetta einhvern tímann aftur...
Það er á planinu að ég komi heim á næstunni og mun ég láta ykkur vita þegar það verður ákveðið.
Vil ég nota tækifærið og óska Hrafnhildi systur minni til hamingju með daginn í gær.
Vil ég óska öllum til hamingju sem nenna að lesa þetta allt.
Þar til næst
Kveðja Kristín Edda
2 Ummæli:
Takk fyrir, ég er stolt af því að hafa lesið þetta allt saman :)
en mig langar að benda þér á að hórir hnippa ekki í menn af því að þeir líta svo vingjarnlega út, þær eru að leita að einhverju allt öðru :)
Hlakka til að sækja þig á flugvöllinn og Óli er líka gífurlega spenntur!
kv. Dagbjört
þetta átti ekki að vera hórir, heldur hórUr :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim