mánudagur, 10. desember 2007

Ætli að það sé jólahjól?

14 dagar í jól gott fólk, það þýðir 1 dagur í Stekkjastaur, 8 dagar í kjallinn, 12 dagar í konuna! Það er ekkert smá hvað tímanum líður á þessari gervihnattaöld eins og sungið var um árið.

Það er nú búið að vera nóg að gera hjá okkur undanfarið. Dagbjört var hjá okkur um helgina og var mikið stuð á mönnum og konum. Eitthvað náði Dagbjört að versla og gengum við einnig frá eitthvað af jólagjöfunum okkar. Það er ekkert nema gott um það að segja. Þökkum við Dagbjörtu fyrir komuna og var gaman að hafa hana.

Það er nú ekki jólalegt um að lítast hér í kóngsins Köben þó að jólaljósin séu kominn upp. Það er kannski eina sem kemur manni í jólaskap þessa dagana er Baggalútur og mæli ég eindregið með nýja laginu Ég kemst í jólafíling enda er þetta gríðarlega gott lag. Einnig fer að líða að því að maður fari að skella Home Alone 1 og 2 í tækið og Christmas Vacation. Þá held ég að jólaandinn fari nú að koma yfir mann.

Jeg er einnig búinn að setja inn nýjan link hérna hægra megin á síðuni og eru það Símamyndir sem ég tek og set þær þarna inn. Jeg ætla nú ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni.

2 Ummæli:

Þann 10.12.07 , Blogger Unknown sagði...

Ég komst í jólaskap á föstudaginn þegar ég fór á jólatónleika Ljótu hálfvitanna og Hvanndalsbræðra. Sérstaklega við að heyra síðasta lagið sem LH spiluðu... jólalag í hæsta gæðaflokki. Mæli með að þú kíkir á það hérna (http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?date-from=2007-12-07)

Það er síðasta lagið hjá LH og er ca fyrir miðjum tónleikum þar sem þeir byrjuðu. Þarna er á ferð alvöru jólastemmning;)

blesnaður...

 
Þann 10.12.07 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég kemst í jólaskap þegar ég drekk tuborg julebryg... búinn með 1 1/2 kassa og bara eitt próf búið? Alkahólismi?

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim