Þetta er blogg!
Eins og ég sagði þá er þetta blogg og þú ert að lesa það, eða hvað? Maður veit aldrei!! Spúkí! Nei þetta er bara svon smá grín í mér! Lífið gegur sinn vana gang hér í Köben og sér maður að jólin eru í nánd! Daninn er búinn að skreyta allar götur og er miðbærinn orðinn vel jólalegur. Við erum meira að segja búinn að fá smá snjó en hann lifði nú ekki lengi! Maður veit að jólin eru að koma þegar Tuborg Julebryg kemur á markaðinn og er maður búinn að smakka þennan góða mjöð og klikkar hann seint!
"Tuborg Julebryg er en mørk, undergæret øl med en alkoholprocent på 5,6. Det populære juleøl er brygget af de samme malttyper som Classic og Kylle Kylle (påskebryg) - pilsnermalt, münchnermalt og karamelmalt og farvemalt, som hver især bidrager med forskellige smagsnuancer. Øllet er krydret med engelsk lakrids for at give Tuborg Julebryg det sidste pift af jul. Resultatet er en let sødlig øl med god fylde. "
Síðan á miðvikudaginn kemur fer síðan fram leikur Dana og Íslendinga hér á Parken og byrjar upphitun fyrir hann klukkan 1400 á stað sem heitir Renomé niður á Vesterbrogade. Held að það sé óhætt að segja að íslendingar vera orðin skrautlegir á leiknum enda búnir að vera sulla í sig frá klukkan 1400 til klukkan 2000! Þetta verður örugglega erfiður leikur fyrir okkur og munum við sennilega liggja í vörn í 90+.
Eins og ég sagði þá gegnur lífið sinn vana gang hérna í kóngsins. Kristín stundar skólann á fullu og er ég að vinna í lokarverkefninu með hópnum mínum og gegnur það bara vel! Jeg held ég hafi ekkert meira að segja að þessu sinni en ætli maður komi ekki með góðan pistill eftir leikinn á miðvikudaginn! Áfram Ísland!
1 Ummæli:
Haha... dýrka þessa auglýsingu! Djöfull er maður fúll akkurat núna að vera ekki í mörken, missa af J-dag, landsleiknum og fullt af góðum tónleikum. Ekki að gera sig!!!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim