mánudagur, 12. janúar 2009

Sáttleiki

Hvað er betra en að vera búinn að lesa 3 daga fyrir próf og fá síðan mail degi fyrir próf sem stendur í að það er ekkert að lesa fyrir prófið því það verður bara hlustun, ekkert bóklegt á því!!

föstudagur, 9. janúar 2009

Bloggstúfur

Þá held ég að það sé um að gera að henda á ykkur lesendur góðir smá bloggstúf. Við hjúin erum kominn aftur heim í kotið og er það frekar nice verð ég að segja! Maður er á fullu í prólesti og er næsta próf á þriðjudaginn. Jeg fór í próf í gær og gekk bara ágætlega held ég, það kemur hins vegar ekki í ljós fyrr en 2. febrúar hvernig þetta gengur allt saman. Lífið er komið í nett klassískan farveg. Konan farinn að vinna á fullu og maður er bara heima að lesa!
Jólin voru ljúf og borðaði maður vægast sagt allt of mikið. Maður er búinn að fjárfesta í korti í Fitnessworld og er málið að létta sig um einhver kíló. Gef ekki up nein markmið, hef þau bara útaf fyrir mig. ;)
Jeg er búinn að henda inn einhverjum myndum frá klakaför í myndaalbúmið okkar en það eiga fleiri myndir eftir að bætast við!
Ætlaði bara að láta heyra létt í mér. Það er aldrei að vita nema maður verði duglegur að blogga á þessu ári!! Nú er það svínalundin sem bíður og ætla ég að fara einbeita mér að þeirri elsku!!