miðvikudagur, 30. nóvember 2005

Allt að koma

Jæja þá erum við næstum því búin að greiða okkar fyrstu leigu og skal ég veðja að það verður ekki jafn gaman að greiða leigu héðan af... Við erum einnig búin að kaupa okkur borðstofusett þannig að það mætti bara segja að við erum tilbúin að fara;)´Það er nú gott að vita af svona mörgum sem ætla að gæta okkar þarna úti, fullt af fólki sem er alltaf að bætast í Köben klúbbinn... En já bara svona til að síðan myndi ekki deyja langaði mig að segja nokkur orð og líka svona bara til þess að skrifa sjálf, maður verður nú að fá að prófa, maður getur ekki látið kallinn skrifa ALLTAF!!! En svona er þetta við munum heyrast fljótlega og láta vita með kveðjupartýið en munið það er aldrei of snemmt að kaupa kveðjugjöf;) Grín

kveðja Kristín Edda

mánudagur, 7. nóvember 2005

Þá er það komið á hreint!

Jæja þá er þetta komið á hreint, skólinn byrjar 30. jan og á maður víst að mæta þar. Við erum kominn með íbúð og mun maður skella teikningum af henni hérna á hliðini. Kjallinn stefnir að fara út 23. jan og vonar maður að Pési komi líka en hann er búinn að sækja um og maður vonar bara það besta fyrir strákinn. Kristín stefnir á að koma út í byrjun feb og ef fólk veit um einhverja vinnu í DK þá er það vel þegið.