Fyrsta vikan

Jæja þá er fyrsta vikan hálfnuð og þetta er bara rólegt. Vorum sett í hópa og ég lenti í hóp með 3 mæðrum frá Póllandi, Úkraínu og Filipseyjum og einum frænda hans Ali frá Pakistan. Ég held að gaurinn tali fyrir Abú í Simpson og það er ekkert grín. En þetta er bara rólegt. Erum bara að læra á eitthvað innranet og mailið og eitthvað þannig dót.
Maður er allur að koma til í dönskuni maður er allavega farinn að skilja baunan en það er enþá eitthvað í það að maður fari að tala brennandi á móðurmálinu en það mun koma! Maður er kominn með danska kennitölu og það þýðir að maður verður kominn með síma á morgun. Þannig að maður er allur að koma sér fyrir. Rúmið kom í dag þannig að maður þarf ekki lengur að sófa í sófanum hans Pésa sem fær einmitt íbúiðna sína á föstudaginn þá þurfum að fara að flytja allt draslið yfir í C-ið og það verður bara gaman.
Það er eitthvað verið að þrýsta á mann að skella inn myndum af konungsdæminu en það er ekkert gaman fyrir ykkur að sjá myndir af kössum og svona þannig ég ætla að bíða með það þangað til að þetta er farið að líta þokkamannalega út.
Einn danskur kveður að sinni!

Hér sést þetta yndislega rúm sem var keypt í Jysk, alveg grátlegt að sofa í þessu!
3 Ummæli:
Sáttur með þessar færslur...Haltu áfram á þessari alvarlegu braut. IIII
bið að heilsa dana hríslunni!
Kv.
Elvi
Hvernig stafa madur Sverige á íslensku?
Tékkadu á linknum.
Iiiiiii Laddi Rólegur!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim