Færsla
Þá held ég að það sé kominn tími að maður láti í sér heyra aðeins. Það er svo sem ekki mikið að frétta héðan frá veldi Danans. Kristín er að vinna mikið og maður er búinn að snú sólarhringnum algjörlega við. Maður er nú að reyna að snúa honum til baka því skólinn byrjar á mánudaginn kemur. En lífið er nú samt farið að rúlla sinn vanagang enda allir komnir úr. Pési kallinn er að flytja heim á laugardaginn og ætlar að vera með einhvern hitting á hinum eitraða kollegíbar og ætli við kíkum nú ekki ekki á kjallinn.
En já eins og ég sagði er lítið að frétta héðan. Erum að fara í eitthvað teiti hjá Steinu vinkonu Hrafnhildar (systur Kristínar) á laugardaginn og veit ég ekki hvernig það verður en maður lætur sig nú hafa það er það ekki?
En þessa dagana er það bara íslenskalandsliðið í handbolta sem er að gera misjafna hluti. Menn tóku ástralina létt og hvíldu sig síðan á móti Úkraínu fyrir leikinn í gær á móti Frökkum. Við sáum leikinn í undarlegir útsendingu. Við byrjuðum að horfa á leikinn á www.sportdigital.tv og þegar það klikkaði eftir 20 mín þá var hringt heim og vefmyndavél stillt upp fyrir framan tv og við horfðum á hann þannig, þetta er svo kallað skítamix sem virkaði reyndar alveg ágætlega.
En nú er það bara áfram Ísland
Eins og maður segir bless, bless