miðvikudagur, 10. janúar 2007

Back in DK

Jæja gott fólk, er ekki um að gera að henda inn eini færslu hérna á þetta blessaða blogg okkar hjúa? Það er nú allt gott að frétta héðan úr ríki Danans. Kristín er að vinna eins og múkki. Þær eru víst undirmannaðar í búðini og er verið að leita af staffi. En henni líkar vel í vinnuni og það er bara jákvætt. Við vorum kominn út 2 jan og er ég bara búinn að liggja í leti og reyna að læra eitthvað undir þetta próf sem maður er að fara í á morgun. Það er eins gott að maður nái þessu svo maður fái ekki lín á bakið.

Við kroppuðum margt um jólin fengum við meðal annars Vínrekka frá mömmu og pabba (Odds). Síðan fengum við glös frá Guðjóni og Elínu. Við fengum frá Hrafnhildi og Halla kertastjaka og diskamottur. Síðan fengum við frá fjölskylduni í Lúx salatskeiðar en skiptum því og fengum okkur Salt og pipar stauka. Strákurinn fékk leðurjakka frá stelpuni og hann gaf henni 66*north peysu. Kristín fékk kjöl frá settinu sínu og fékk maður FCK búninginn frá þeim, þokkalega sáttur.

Það er hægt að segja að maður hafi étið nóg um jólinn enda fórum við í 6 jólaboð á 12 dögum, tel ég það bara þokkalega gott. En það var gott að vera heima og var mikið gles og mikið gaman. Gaman að sjá familíuna og svona.

En já eins og ég sagði þá er það fínt að vera kominn aftur heim í kotið okkar. En nú tekur alvaran aftur við þ.a.s vinna og skóli og aldrei að vita hvort að þyngdin fara að fjúka af manni enda er maður að byrja í heljarinnar átaki. En nú er málið að kveðja og láta þetta gott í bili. Svona í lokin ætla ég að láta eina mynd fylgja sem ég fékk senda á MSN.

Svona ykkur til yndisauka.

2 Ummæli:

Þann 11.1.07 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég verð að segja eins og er Oddur minn samkv.þessari mynd þá hefur þú ekkert breytst og ég meina það :-)

 
Þann 11.1.07 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er aldrei að vita nema þú lítir aftur út svona eftir þetta heljarinnar átak.
Annars er maður einnig að reyna að stemma stigu við þyngdaraukgninunni, en ég hingað til hefur aðeins ein aðferð dugað og það er að mölva á sér kjálkann. Tjekkaðu á því.
Gleðilegt árið og þakka fyrir það gamla.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim