sunnudagur, 29. apríl 2007

Á ferð og flugi

Við erum að fara til Peterborough 24 - 28 maí..................

.............og hana nú!

miðvikudagur, 25. apríl 2007

Til hamingju með daginn



Hún á afmæli í dag,
Hún á afmæli í dag,
Hún á afmæli hún Kristín,
Hún á afmæli í dag!

mánudagur, 23. apríl 2007

Allt að gerast

Jæja gott fólk þá held ég að það sé kominn tími á eitt kvikindi hérna inn! Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur þessa dagana. Kristín er enþá að vinna eins og ég veit ekki hvað og sér maður hana bara rétt á kvöldin. Á laugardaginn var haldið upp á það að Kristín á afmæli á miðvikudaginn kemur og verður stúlkan 24 ára gömul eða 2 árum, 2 mánuðum og 2 dögum eldri en jeg. Það var haldið svaka surprise party fyrir hana og heppnaðist það í alla staði. Steina tók hana eftir vinnu og hélt henni til hálf 8 svo við gætum búið til mat og skreyt pleasið og sonna. Hún varð voða surprise og allt gekk eins og í sögu. Stelpan fékk nú einhverjar gjafi og fékk hún blender frá Hödda, Önnu Láru, Gussa og Hlín. Frá Steinun fékk hún æfingaboli og eitthvað og gaf maður henni gallapils og Lacoste bol. Hún var búinn að fá einhverjar gjafir heima á Íslandi og er ég ekki með það á hreinu eins og er hvað það var. Þegar partyið var búið hjá okkur var hladið niður í bæ og skemmt sér fram undir morgun. Það var tekinn slatti af myndum og er búið að setja þær inn í albúmið.
Deildin er byrjuð hjá okkur í IF Guðrúnu og eru 2 leikir búnir og hafa þeir báðir endað með jafntefli 3-3 og 2-2 í báðum leikjunum var jafnað á móti okkur á 90 mín, mega svekkjandi og ekki nóg með það heldur er ég að vera geðsjúkur að vera bara að horfa á og reyna að stjórna þessu. Maður er að klofna á að vera ekki að spila og vona ég að það fari nú að gerast á næstu vikum, þakka dönskum læknum fyrir það, enda eintómir snillingar það á ferð. Ætla að prófa að fara að skokka á morgun og sjá hvernig maður er.
Það lítur út fyrir það að sumarið er að ganga í garð hjá okkur dönskum. Það kom mega veður um daginn eins og lesendur sáu og náði maður að brenna aðeins. En eftir það komu nokkrir kaldir dagar en nú eru þeir á enda og er 20+ tölur í kortunum út þessa viku og er það bara hið besta mál.
Jeg er enþá að bíða eftir svörum frá skólunum og er ég að vera nett spenntur að fá að vita eitthvað, reikna nú ég með það að það gerist í þessari viku, eða ég vona það allaavega.
En nú held ég að málið sé bara að kveðja því Scrubs er að byrja í imbanum!!

mánudagur, 16. apríl 2007

Nett tanaður

Í dag var 22 gráðu hiti í Køben og kallinn var ekki lengi að sleikja upp sólina og er maður kominn með nett beize tan. En ekki nóg með það heldur náði ég að brenna í gær og bara á annari hliðini, sem ég tel mjörg gott þar sem það er bara 16. apríl!

mánudagur, 9. apríl 2007

Kominn heim

Jæja gott fólk, þá erum við kominn heim eftir fína ferð til the Klake!! Nánar verður fjallað um það síðar!