miðvikudagur, 30. maí 2007

SSSÓL


SSSÓL á Bryggen í kvöld í boði flugleiða!! Við verðum þar!!

p.s pistill frá UK væntanlegur

mánudagur, 28. maí 2007

Þekk'ann

Sá hann á Stansted flugvelli!!! Ferðasaga er væntanleg en er búinn að setja inn myndir í albúmið!!!

þriðjudagur, 22. maí 2007

Bara að benda fólki á þetta!!

Framundan er heitt sumar í Danmörku - óvíst með íslenska sumarið

mánudagur, 21. maí 2007

Sumarfríið komið á hreint

Jæja góðir hálsar þá erum við hjúin búinn að skipuleggja sumarfríið hjá okkur. Það er nú ekkert mjög merkilegt en það er sumarfrí engu að síður. Stefna er tekinn að fara 25. júlí út á Jótland og heimsækja Ellu frænku og allt hennar lið. Ætlum við að vera hjá henni í 2 daga og fara síðan til Arhúsa og vera hjá Stulla frænda fram á sunnudag. Þar sem við ætlum að vera á bíl er síðan stefnan sett á að keyra niður til Þýskalands á sunnudeginum og versla aðeins í landamærabúðini. Já eins og ég sagði er þetta nú ekkert merkilegt sumarfrí en frí er frí! Er það ekki?
Það er óhætt að segja að sólin er farinn að láta sjá sig hérna í Köben og erum við bæðu búinn að kynnast því. En hún er nátturulega ekki eins brunninn og kallinn. Við erum að tala um að ég gat varla sett á mig derhúfu í dag því ennið á mér er í steik!! En svona er að vera rauðhærður.
Annars er lítið að frétta héðan úr Köben nema að ég er í fullu í lokaverkefninu sem við eigum að skila 1. júní og Kristín er að vinna á fullu. En við ætlum nú að láta okkur vaða til UK n.t.t Peterborough og vera einnig með viðkomu í Yorke um næstu helgi og heimsækja Matt og Dagbjörtu og verður það án efa mikið húllumhæ.
Núna er fólkið að týnast eitt og eitt heim á klakan og fara Anna Lára og Höddi í byrjun júní og Guzzi fylgir síðan um miðjan júlí.
En það er sem betur fer fólk að koma og er von á Komma og frú í ágúst og verður gaman að hafa kallinn hérna í DK, svo framanlega að þau búi ekki einhver staðar út í rassgati. En þau eru á fullu að leyta að pleis til að vera á.
Þar sem ég og Kommi verðum hérna næsta vetur þá má búast við því að matarklúbbur veður haldin hér í sept, allavega stefnan sett á hann þá. Þá er hægt að segja að Köben muni ekki býða bætur þegar menn fara að flikkjast hingað!
En nú held ég að það sé málið að kveðja og prófa nýja ofin sem við fengum í dag þökk sé Gussa!!!

mánudagur, 14. maí 2007

Sumir telja mig geðveikan

föstudagur, 11. maí 2007

Austur Júróvisíon

Nú er ég endanlega búinn að gefa skít í þessa keppni! Jeg tek undir orð kynbróður míns og segi að þetta er eintóm mafía!!! Eins og allir vita fóru bara austantjaldslönd áfram þó að meiri hlutin af þeim var nátturulega fyrir neðan allar hellur! Austur Evrópubúar eru rasistar og ekkert annað. Eiki fór ekki áfram ekki að því að hann er íslenskur heldur því að hann er RAUÐHÆRÐUR, jeg er algjörlega á því. Segjum sem svo að Bretar myndu senda Anne Robinsonþá yrði bretum örugglega skilt að fara í undankeppnina þó að þeir séu fastir í úrslitunum. Bara svo að allir gætu kosið hana í burtu því að hún er með rautt hár!!
Tökum sem dæmi Lindsay Lohan. Það er alltaf verið að koma með slúður um þessa rauðhærðu manneskju bara afþví að hún er með rautt hár, ef hún væri t.d ljóshærð þá væri hún látinn í friði! En ég tek undir orð Eika Rauða með að þetta er allt mafía og erum við rauðhærða fólkið greinilega, greinilega á bontinum í goggunarröðini!

fimmtudagur, 10. maí 2007

Go Eiki



Hvað er svalara en rauðhærður maður með sítt hár og ekki verra að hafa hann í leðri? Það þýðir ekkert að svara þessu því það er ekkert svalara! Ef evrópubúar kjósa ekki Eika þá er það bara hreinn rasismi!!!! Gó Eiki i aften!!

miðvikudagur, 2. maí 2007

surprise arsins;)

Sæl öll saman.

Ég verð nú að setja inn eina færslu hérna til heiðurs honum Oddi.
Hann lagði sig svo mikið fram að halda surprise afmælisveislu fyrir mig og tókst honum það fullkomnlega.
Þetta byrjaði víst allt með því að ég fór fyrr heim af barnum eitt kvöldið á meðan allir aðrir héldu áfram að drekka og þá datt þeim í hug að halda veislu fyrir mig. Ég hafði einmitt ákveðið að fara á kaffihús með Steinu nkvöldið sem átti að halda veisluna. Þannig að Oddur hefur samband við Steinu og segir henni frá þessu öllu saman. Á miðvikudegi einum fæ ég sms frá Steinu og þar kemur hún með annað plan heldur en bara kaffihús. Það hljómar þannig að hún kemur og sækir mig í vinnunna, síðan förum við heim til mín þannig að ég geti tekið mig til. Síðan átti að halda á veitingahúsið Rimini og síðan djamm. Ég var alveg búin á því eftir vikuna og vikan bara hálfnuð þannig ég tók frekar dræmt í þetta en samþykkti samt sem áður. Síðan á föstudeginum þá hringir Rikki frændi í mig og við ákveðum það að ég taki bara Steinu með og við hittum hann bara á laugardeginum. Ég segi einmitt Oddi það þegar ég hringi í hann á leið frá vinnu. Hann ákveður þá að fá númerið hjá Rikka hjá mömmu svo hringir hann og bíður honum og öllu fylgiliði hans í partý til okkar. Þá er komið að laugardeginum. Oddur er á fullu að elda og kaupa inn, þegar ég hinn blinda manneskja hringir til hans og spyr hvort hann geti ekki keypt tvo bjóra svo ég og steina getum fengið okkur einn á meðan ég tek mig til. Þetta var þegar hann var í amager center að kaupa fyrir stóra veislu. Síðan kemur Steina og sækir mig, við förum heim til hennar þar sem við chillum og fáum okkur eina hvítvínsflösku og ég var orðin pínku stressuð því ég vissi ekki betur en að við ættum borð korter yfir átta. Loksins höldum við af stað. Ronni hennar Steinu keyrir okkur. Við stöndum síðan fyrir framan lyftuna og Steina er að senda sms og ég er ekkert að spá í því en hún byrjar að segja mér svaka sögu um þessa "vinkonu" sína sem hún sagðist vera að senda sms sem kemur í ljós að hún var bara að láta vita að við værum komnar. Síðan komum við að dyrunum og ég var bara að spjalla og svona þegar ég tek eftir því að dyrnar voru eitthvað svaka stífar, svo ég ýti aðeins fastar þá detta blöðrur úr loftinu og fólkið stendur á ganginum mínum, öskrandi ÓVÆNT UPPÁKOMA og já þau sögðu þetta svona mjög hægt því þau voru að vanda sig svo mikið. Og það eina sem ég hugsa er ó nei ég er að fara út að borða með steinu hvað gerist með það og guð ég er í synoptik fötunum mínum og allir aðrir eru svo fínir. En MAN hvað mér brá mikið og það tók mig heil langan tíma að jafna mig á þessu maður. Ég gat ekki einu sinni opnað gjafirnar strax. Þeir sem voru viðstaddir voru Gussi, Höddi, Anna Lára, Hlín, Steina, Oddur og Ingó. Við borðum matinn sem var súper góður, quesedillas (veit ekki hvernig á að skrifa þetta) taco með kjúkling og salat lagt til hliðar, nachos og salsasýrðurrjómibráðinostur dýfa. Og þetta var allt mergjað gott og síðan var kaka a la Anna Lára. Síðan þar sem ég fékk blender að gjöf þá voru að sjálfsögðu jarðaberja daquries:) Blenderinn reyndar eyðilagðist á annarri blöndu svo Ingó reddaði bara öðrum. Góð og pínku gölluð gjöf sem er búið að skipta.
Síðan mætti Pétur Már á staðinn og einnig Rikki frændi og co og einnig óvænt kom Gísli sem ekki allir vita hver en en einhverjir allavega. Síðan var haldið niður í bæ og var dansað af sér rassinn, meira að segja Oddur dansaði sem er ekki mikið fyrir dansinn og meira að segja tvisvar, endaði hann ber að ofan á dansgólfinu og næstum því rekinn út í eitt skipti. Og þetta var gaurinn sem ætlaði ekki niður í bæ í byrjun kvöldsins:) Þetta var mega stuð og vil ég þakka öllum sem tóku þátt í því að gera þetta kvöld svona skemmtilegt og ég elska ykkur (oj væmni)
Þetta var geggjað og mun ég lifa á þessu lengi. Þið hin sem voruð ekki í færi til að gera svona fyrir mig þá hefðuð þið bara átt að koma ykkur í færi;) hehe nei ég er að grinast ég elska ykkur líka bara ekki jafn mikið hahaha Guð ég er bara að meika það hérna. Ég er bara byrjuð að bulla enda er þetta orðið alltof langt. Við heyrumst og vona að einhver hafi nennt að lesa þetta.

Kristín............ OUT