föstudagur, 20. júlí 2007

BK Hacen - KR

Maður setti nú land undir fót eða orðum það dekk! Að þessu sinni var farið til Gautaborgar til að sjá Stórveldið spila í UEFA Cup. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið skemmtileg ferð í alla staði. Jeg og Aggi lögðum á stað um morguninn í gær og vorum komnir heim aftur um 3 leytið í dag. Í Gautaborg hittum við fyrir um 20 KR-inga sem komu frá Íslandu í gærmorgun. Það er óhætt að segja að maður hafi sungið úr sér lungun á leiknum og voru úrslitin mögnuð. Það var ekki leiðinlegt að sjá Gumma P setj'ann á 69 mín. Jeg tók nú myndavélina með mér en ákvað að gleyma henni upp á hótelherbergi allan tíman en maður tók upp eitthvað með símanum og eru þær hér!





0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim