Þjónustuverðlaun ársins

Að þessu sinni er það Amagerbanken sem fær þau. Þannig er mál með vexti að ég fékk mér kort þar fyrir nokkru og hef aldrei notað það. Nú er maður víst kominn með vinnu og peningarnir hrannast inn og maður þarf að fara nota það. Maður skundaði í bankann og ætlaði að fá nýtt pin númer. Tekur ekki nema svona 2 daga heima eða maður getur fengið flýti eitthvað ef maður er að fara gera eitthvað. Maður fór og talaði við konuna í bankanum og bað um nýtt pin. Eeeeen nei það er ekki hægt, ég þarf að fá nýtt kort, ok allt í lagi með það, það ætti ekki að taka langan tíma. Eeeeen nei það kemur ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir 14 daga eða 2 vikur. Jibbý jey. Þannig að Amagerbanken fær eftirsóttustu verðlaun ársins, Þjónustuverðlaunin!
1 Ummæli:
Hehe. Velkominn í land góðrar þjónustu. Been there. Þó vill ég benda þér á ágæta stofnun í Svíþjóð sem heitir Svensk Kassaservice. Þar er þjónustan í topp.(enú) Rétt eins og í Amagerbanken. Eintómar risaeðlur sem vinna þar.
Gaupi Garðabær
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim