Sådan der........
Þú ert ekki maður með mönnum nema að þú búir á Dalslandsgade!
fimmtudagur, 30. ágúst 2007
mánudagur, 27. ágúst 2007
miðvikudagur, 15. ágúst 2007
The Klake
Er ekki upplagt að maður skrifi einhver orð um Íslandsför mína um síðustu helgi. Það er óhætt að segja að það hafi verið fínt að koma heim, þó að stutt hafi verið. Maður lenti í Drulluvík um 23 leytið á miðvikudaginn 8 ágúst og tók settið á móti manni. Það var gaman að sjá gamla settið. Á fimmtudeginum var síðan farið að gera þetta klassíska, þ.a.s útrétta hluti og sjóleiðs dót. Kíti síðan aðeins upp í Grafarholt á Sigþór, Lindu og krakkana og tók ég Sverri með mér í útréttingar. Maturinn hjá mömmu þetta kvölið var ekki að verri endanum enda bauð sú gamla upp á humar, hörpudisk og bleykju. Vill bara þakka Gaua bróður fyrir að hafa við í Mexíkó, ajauuuu. Maður kíkti síðan á æfingu hjá Gróttu um kvöldið til að sparka aðeins í boltann. Fórum við Sölvi síðan á Vegamót og djónuðu Palli, Kiddi og Deri okkur og var tjattað eitthvað.
Á föstudeginum fór maður síðan í golf með tengdó og var maður að spila ágætlega eða á 93 höggum á Korpuni. Var temmilega sáttur við það gott fyrir egóið því á laugardeginum var síðan hið árlega Brother open spilað í Þorlákshöfn. Jeg tók þann pólinn í hæðina þar að spila utan vallar og reyndist það ekki vel og mæli ég með því að menn haldi sig á brautini. Það er víst betra.
Á laugardagskvöldinu varð síðan stórmerkilegur atburður eða nánar til tekið Runni '07. Byrjaði ballið með því að ég, Styrmir, Jökull og Pési fórum að sjá Himma leika í Hetró hetjum. Þetta var frekar fyndið verk og var Hilmar að gera gott mót. Held að síðasta sýning sé á föstudaginn kemur og mæli ég með því að fólk kíki á þetta. Eftir sýninguna var síðan haldið heim til Himma þar sem hátíðarhöld Runna ´07 fóru fram. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið eitt stærsta party sumarsins og ekki er ég að sjá neitt slá þetta út. Gaupi var að gera gott mót á bongótrommunum og létt Lalli Potter ekki sitt eftir liggja. Eftir Runna var síðan haldið í kveðjupartý hjá Komma og frú því að þau eru að flytja til DK á morgun og verður gaman að fá þau hingað. Maður er víst búinn að bjóða þeim í mat á laugardag og ætli maður hristi ekki eitthvað fram úr erminni, ajauuuuu.
Það er óhætt að segja að þessi för heim hafi verið algjör snilli og hitti ég slatta að liði og við ég bara þakka fyrir mig.
En nú er það fahjitas sem er að malla á pönnuni og það kallar!
laugardagur, 4. ágúst 2007
Lítið að gerast!
Það er óhætt að segja að lífið í Danaveldi sé rólegt þessa dagana. Kristín er byrjuð í skólanum og er temmilega sátt við það! Fínt að hitta bekkinn aftur og lostna úr búðini. Jeg á hinn boginn er bara að vinna og byrjar skólinn ekki fyrr en 27. ágúst en ég ætla eitthvað að vinna með skólanum í vetur, til að fá inn smá extra cash!
Maður kemur heim á klakann á miðvikudaginn kemur og verður það temmilega fínt að komast aðeins heim. Maður er kominn með temmilega þétt prógram sem saman stendur af golfi, fótbolta og bjór! Ekki slæm blanda! Kristín kemur ekki heim núna en það er stefnt á að hún fari heim í sept.
Það er svo sem ekki mikið að frétta af okkur nema það sem hefur komið fram. Þannig að ég held að málið sé bara að setja endi á þetta. Þar til næst. Ajauuuuuuuuuuu