sunnudagur, 29. júlí 2007

Jótlandsferð

Við hjúin skelltum okkur út á Jótland um helgina og var það fínasta skemmtun. Það var lagt af stað um 10 leytið á fimmtudaginn og ferðini var haldið til Vester Grenegade 11 þar sem Ella og Guðlaug búa. Við vorum kominn þangað um 1400. Þegar við komum þá var verið að fá sér kaffi á heimilinu og fenguð við snæðing. Það var gaman að sjá fólkið og það er óhætt að segja að það sé nóg af því þarna. Ella og Guðlaug búa þarna ásamt eiginmönnunum og eru ekki nema um 6 krakkar plús vinnumaður og 3 hundar. Veðrið var ekkert up á marga fiska og var rigning eins og allt þetta sumar í Danaveldi. Um kvöldið fengum við síðan mjög góðan mat sem var útbúinn af fólkinu. Kvöldið fór síðan í chat og aðra sálma. Við fórum síðan frá þeim um klukkan 1700 á föstudeginum.
Við héldum frá Vester Grenegade upp til Aarhusa þar sem við kíktum á Stulla og Matthildi. Ásamt okkur var einnig Ásgeir og Birna hjá þeim. Þau voru úti að borða þegar við komum til Aarhusa þannig að við skunduðum niður í bæ og fengum okkur eitthvað í gogginn. Síðan röltum við um Aarhus og tékkuðum á einhverjum kaffihúsum og fengum okkur kalda. Síðan kom Stulli og sótti okkur á Café DG. Við fórum þaðan heim til þeirra og óhætt að segja að þau séu búinn að koma sér vel fyrir. Flott íbúð á mjög góðum stað í bænum. Maður er ekki nema um 10 mín að labba niður í bæ, ekki amarlegt það. Vorum hjá þeim fram á sunnudag í góðri afslöppum. Það var mikið rölt um Aarhus og er þetta bara fínasti bær svona mitt á milli Köben og RVK myndi ég segja.
Það var nú ekki mikið tekið af myndum en þær eru komnar inn í albúmið. Við þökkum bara öllum sem hýstu okkur kærlega fyrir og verður þetta án efa gert aftur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim