miðvikudagur, 25. júlí 2007

Le Tour De France

Tour de france er sennilega eitt það leiðinlegasta sem ég veit um. Danir eru mikil hjólaþjóð og hefur það sést síðustu daga á meðan þessari keppni stendur. Maður má ekki kveikja á sjón- eða útvarpi nema að maður fái fréttir og hvað Danir eru stoltir af honum Michael Rasmussen sem er búinn að leiða þessa keppni núna um nokkurt skeið. En í morgun fékk ég frábærar fréttir. Það er ekki hægt að segja að þessi maður stígi eitthvað í vitið. Ekki nóg með að það er allt búið að vera vitlaust í Danaveldi yfir dóp hneyksli sem hefur farið yfir danska hjólreiða menn. Heldur var hann rekinn út danska landsliðinu í hjólreiðum fyrir að neita 3. sinnum, já 3. sinnum að mæta í lyfjapróf hjá þeim og síðan neitaði hann Rasmusen einnig að segja þeim hvar hann væri að æfa sig fyrir keppnina. Það mætti segja með að það væri eitthvað bogið við hann. Eitthvað er hann greinilega að mixa við Epoið. Núna er þessi keppni vonandi á enda hér í Danmörku og maður þarf ekki lengur að hlusta á Dani talandi stolta um þessa þjóðarhetju!

Ajauuuuuuu

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim