Alltaf gaman að flakka á netinu!
Þar sem maður er bara einn í kotinu og hef lítið fyrir stafni þá fór maður að gramsa í gagnasafni moggans og fann þessa frétt! Þessi frétt birtist Fimmtudaginn 21. mars, 1996 í íþróttablaðinu!
Skíðamót hjá Fram
Skíðadeild Fram hélt um síðustu helgi mót í Eldborgargili í frábæru veðri. Keppendur voru 131. Veitt voru verðlaun fyrir sex efstu sæti. Úrslit voru sem hér segir:
(nenni ekki að þylja upp alla runauna þannig við komum okkur beint að efninu:
Svig 12 ára stúlkna:
Kristín Edda Sigurðardóttir, Fram 56,25
Sólrún Flókadóttir, Fram 56,27
Ásdís Rut Ámundadóttir, ÍR 57,37
Ingibjörg Anna Sigurðard., Breiðabl. 59,12
Nína Sif Pétursdóttir, ÍR 1.02,25
Birna Haraldsdóttir, Árm. 1.02,93
Hvað haldið þið!!
3 Ummæli:
SKO MÍNA!!!!
Þetta gat gamla geitin. Stolt af litlu systur :)
kv. Dagbjört
já þetta gat ég nú;)
Má taka það fram að þetta var reykjarvíkurmót en þar sem breiðablik var með þá var þetta ekki reykjarvíkur-MEISTARA mót;) blikarnir áttu erfitt með að fá að vera með þannig það var haldið sérstakt mót svo þeir gætu verið með......
Vona bara að núna efist ekki eins margir um hæfni mína á skíðum;) hehe en ég vona að ég komi fljótlega heim til þín oddur minn ef þetta er komið út í að vera afþreying hjá þér;) hehe
kellan góð:) ég var sko geggjað léleg á þessu móti, startaði of seint, krækti, datt úr báðum skíðum, þurfti að labba upp hálfa brautina og svo var skíðað fyrir mig.... þess vegna vann ég ekki ;)
kv birna
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim