Tour de Strandvej
Sá sem laug því að Íslendingum að Danmörk væri flöt er snillingur! Danmörk er ekki flöt þvert á móti er hún bara upp og niður og meir upp! Vorum að vinna að lokaverkefninu okkar og hittumst við heima hjá Lilju og á hún heima upp í Hørsholm! Það er það langt í burtu að S-togið keyrir ekki þanngað, maður þarf að taka Region tog til að komast þanngað! Í gær þegar ég kíkti á kortið sá ég að það væri nú ekkert mál að hjóla þetta, ekki nema 27.4 km. Kallinn hélt nú að hann gæti mixað það auðveldlega!
Um 5 leytið lagði maður upp í hjólatúrinn og hjólaði ég með fram Øresundinu og var gott að hafa hafið vinstra meginn við mann, minnti mann á gamla góða Seltjarnarnesið! Þessi hjólaleið er reyndar frekar flott. Mikið að geðveikum villum og flott útsýni! Ég var síðan komin heim um 7 leytið og var ég algjörlega uppgefinn í löppunum, gat varla staðið í þær og ef ég gerði það þá riðaði ég! Allan tíman sem ég hjólaði langaði mig geðveikt í alminnilegt hjól, svona tour de franch hjól! Það var reyndar endalaust af einhverjum hjólasteikum í spandex og flottir á því!
En það er óhætt að segja að þetta hafi verið góður hjólatúr en ég læt þetta vera í smá tíma!
ps. það er smá munur á brekkum hérna og á klakanum. Það er nefnilega þannig hér að eftir að maður hefur farið upp eitt kvikindi þá fer maður nefnilega niður hinum meiginn! Íslandingar mættu taka það til fyrirmyndar!
Venlig hilsen
Bjarne Riis
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim