Já sæll! Eigum við að ræða þetta blogg eitthvað?
Nú er það bara jólahjóla eitthvað stuð. Allt að skella á í orðsins fyllstu merkingu. Kjallinn verður væntalegur á Drulluvíkur flugvöll um 1500 á þriðjudaginn og konan er því miður ekki væntaleg fyrr en um miðnætti þann 22. des. Þá verður maður fyrir utan gate-ið að taka á móti henni, það er nefnilega svo gaman að keyra Reykjanes brautina að ég ætla að reyna gera það eins oft og ég get! Ajauuuu.
Kristín er búinn að taka öll prófin sín fyrir jól og hefur konan staðist það með prýði. Það er nátturlega ekki við neinu öðru að búast. Þið vitið öll hvað hún valdi vel í kallamálum þá ætti þetta nám ekki að vera mikið mál fyrir hana.
Við höfum ákveðið það þar sem við erum að fara heim að taka smá blogg-jóla-pásu hér á þessari mögnuðu síðu og koma eldhress og sprelllifandi á nýju ári. Eigum við eitthvað að ræða það að það sé að koma 2008? Já sæll, já fínt. Maður eldist eins og allt annað. Á nýju ári er Kristín búinn að lofa því að vera meira aktív í blogginu með einnu skilyrði. Þetta skilyrði er til ykkar lesendur góðir. Þegar Kristín skrifar færslu þá megið þið endilega kommenta á frúna, hún er alltaf svo sár þegar hún bloggar og engin komment koma á hana. Þið þurfið að fara bæta þetta eða kjallinn tekur ykkur í karphúsið!
ps. djöfull var þetta léttur sigur hjá Man Utd á Anfield í dag. Gamli skyldu sigurinn!!
Jóla, baráttu og nýjárs kveðjur frá veldi Möggu drollu!
2 Ummæli:
ég er ekki að sjá fram á það að þú sért að fara að lenda í Drulluvíkinni. Miðað við hvernig veðrið er hérna í mekka þá myndi ég ekki treysta nokkurri vél til að lenda þar.
Er hræddur um að þú verðir að sætta þig við að halda upp á jólin að dönskum sið
Já sæll já fínt já sæll já fínt já sæll já fínt já sæll!! Já sæll já fínt já sæll já fínt já sæll já fínt já sæll!! Já sæll já fínt já sæll já fínt já sæll já fínt já sæll!!!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim