sunnudagur, 31. ágúst 2008

Bloggetíblogg

Nú er kominn tími á smá update fyrir ykkur lesendur góðir.
-Tengdó er í heimsókn þessa dagana og ætlar að vera hjá okkur til 8. sept.
-Kallinn er byrjaður í skólanum og er maður búinn að fara einn dag. Kennsla byrjar á fullu þann 8. sept og er maður kominn í vikur frí. Ágætis byrjun. Jeg er í skólanum 3 daga vikunar. Mán, mið og fim og er maður í 4 tíma í senn.
-Maður er búinn að minnka við sig vinnu og verður maður einhverjar helgar út á Kastup.
-Maður er farinn að spila á fullu með B1908 og erum við búnir að spila 3 leiki í deildini. 1 sigur, 1 jafntefli og 1 tap. Maður setti eitt í jafnteflisleiknum. Jeg er einnig farinn að sýna nýja takta fyrir framan markið og er að klikka úr færum sem á ekki að vera hægt að klikka úr. Vonum að maður nái að hrifsa það af sér og klína þessu í möskvana.
-Brothers Open var á klakanum þessa helgina. Það hafði varið án efa gaman að koma heim og taka þátt en svona er þetta. Pabbi kláraði þetta í 3 sæti og mamma tók sig til og vann hjá kvennpeningum. Óskum þeim hér með til hamingju með það.
-Klakamótið er á næsta leyti og er það spilað í Arhús 12-14 sept. Maður ætlar að skunda þanngað með IF Guðrúnu og er stefnt á sigur þar eftir að hafa dottið út í 8 liða úrslitum í fyrra.
-Ætla nú ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni. Aldrei að vita nema konan taki sig til og bloggi þegar tengdó er farið.

Venlig hilsen

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim