Lífið er yndislegt
Já gott fólk það er óhætt að segja það! Maður var frekar spenntur þegar maður sat fastur fyrir framan skerminn klukkan 08:15 að staðartíma þegar Íslendingar tóku sig til og tóku Pólverjana sannfærandi! Til að toppa góðann dag þá tóku einnig Króatar sig til og slógu Danina út. Vægast sagt grátlgt móment á góðum degi. Jeg nenni nú varla vera ræða um ÓL hérna út í eitt en ætli maður voni ekki bara að Stulli & Co komi heim með medalíu um hálsinn.
Ætla að færa mig út í aðrar góðar fréttir og þær eru af töskuni okkar. Nei bíðið við það eru ekki góðar fréttir. Höfum ekki heyrt neitt en og er SAS að standa sig mjööög vel í þessum málum. Erum búinn að vera vinna í því síðustu daga að endurnýja fataskápinn. Maður verður að passa sig að kaupa ekki það sama og er í töskuni ef hún skildi nú poppa upp, ekkert spes að eiga 2 af öllu. Hata SAS.
Gaui bróðir er fluttur inn á okkar fram á laugardag. Elín kemur á föstudaginn og skunda þau alla leið til Argentínu á laugardaginn. Það er óhætt að segja að maður öfundi þau soldið. Rauðvín og nautasteikur í öll mál. Það getur ekki klikkað. Ekki nema með einu hjartaáfalli en maður verður bara að taka því. Það er ekki á hverjum degi sem maður fer til Argentínu.
Við hjúin tókum okkur til og fjárfestum í nýjum sófa í stofuna. Það er von á honum í vikur 38 ef það segir ykkur eitthvað. Við sáum fram á það að sófin væri í stærri kantinum þannig við tókum okkur til og sóttum um stærri íbúð. Ætlum að uppfæra okkur í 3 herberja villu hér á kollegí-inu. Hún er nú ekker mikið stærri í FM en sú sem við erum í en það bætist við auka herbergi og er hún aðeins aðgengilegri en sú sem við erum í. Þar sem við fáum auka herbergi er ég að vinna í því að auka heerbergið verði gert að spilaherbergi. Setja 2 lazyboy og góðan skerm með PS2, PS3 (sem við erum með í láni) og fjárfesta í einni WII. Er ekki alveg að sjá það gerast en maður þarf að semja vel. Við vitum reyndar ekkert hvernar hún verður okkar en við sóttum um að fá hana bara sem fyrst. Vonum bara það besta.
Pabbi kom síðan til Köben í síðustu viku til að vera í eftirlitinu á FCK - Lillestrøm. Við og Guðjón tókum okkur til og skunduðum á völlinn. FCK tók þetta bara létt eins og þeim einum er lagið. Hittum pabba nú ekki mikið en það var gaman að sjá gamla, enda var maður ekkert búinn að sjá hann síðan um jólin.
Tegdó er að koma í næstu viku og verður gaman að fá þau. Verst er að maður er að vinna margar kvöldvaktir meðan þau eru hérna og er síðan skólinn að byrja í næstu viku. Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta spilast allt saman.
Maður er byrjaður að spila bolta aftur. Jeg færði mig um set og fór í lið hérna út á Amager sem heitir B1908. Fínn klúbbur og sakar það ekki að búningurinn þeirra er svartur og hvítur, enda er maður að finna sig eins og ljónð í framlínuni. Búinn að spila 4 leiki og setja 3 mörk, leggja upp 2 og fiska 1 víti. Maður þarf bara að halda þessu áfram.
Veit svo sem ekkert hvað ég á að segja meira og er ég pott þétt að gleyma einhverju. Held samt að málið sé að kveðja með nokkrum góðum staðreyndum.
Lag dagsins: Gerum okkar besta (Ísl. landsliðið í handbolta)
Atvik dagsins: Litli feiti asíu drengurinn út í Amagercentret sem var með stærsa ís í boxi sem ég hef séð!
Adjauuu
ps. Purusteik í matinn í kvöld! Má bjóða þér?
3 Ummæli:
Ég mæti!!!
Og plís viljið þið læra að tala í dagsetningum eins og venjulegt fólk, það skilur enginn svona viku 38 tal. Í hvaða viku áttu HM fötin mín annars að koma????
P.s. Kristín mín, Svanhildur er búin að panta okkur í djamm um jólin.
við gerum okkar besta og aðeins betur því það er það sem þarf!!!
...Dagbjört
btw... er að fara að horfa á okkar menn á laugardagskvöldið, veit ekki hvort er betra, að sjá Ný Danska live á Klambratúni eða vera með þá í spilaranum að keyra um frönsku rivieruna :)
Eru menn að stækka og næla sér í barnaherbergi?
Nei Palli minn! Eina barnið sem mun gista í þessu herbergi er þú þegar þú kemur í heimsókn!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim