miðvikudagur, 9. júlí 2008

Lífið er ljúft

Jæja gott fólk. Þá erum við kominn til Bergamo á Ítalíu og er hægt að segja að lífið sé ljúft. Það er búið að vera gott veður hjá okkur allann tíman fyrir utan smá súld í ölpunum. Mikil keyrsla að baki og nú er kominn tími á að dvelja lengur en eina nótt á hosteli. Við byrjuðum á sunnudaginn að keyra frá Lúx til Strassborg og var það ekki nema 2 tíma akstur. Við spókuðum okkur um og fórum í akademíska túristarútu og kíktum á bæinn. Strassburg er frekar falleg borg og margt gaman að sjá. Þeir sem vita eitthvað um list þá ætla ég að láta þessa mynd fylgja með svona sem smá minning um Strassborg.


Eftir Strassborg héldum við til Þýskalands og fórum í Europa-park sem er temmilega stór skemmtigarður þar. Farið var í þessi helstu tæki og rússibana og var það mjög gaman. Eftir Europa-park héldum við til Sviss og gistum í bæ sem ber það skemmtilga nafn Chur og var það frekar áhugaverð reynsla. Segi betur frá því síðar. Eftir eina nótt í Sviss þá var skundað til Liktenstein sem er smáríki á milli sviss og austuríki. Það var frekar fallegt um að lítast þar enda alparnir á báða bóga. Þeir sem hafa komið í alpana geta kannski vottað fyrir það að þetta er það fallegasta í heimi, kannski fullýkt en þetta er allavega það fallegasta sem ég hef séð. Eftir Liktenstein var síðan brunað til Austuríkis og fengið sér hádeigismat í Tyrol. Manni langaði bara að jóðla eins og ljónið en maður lét það nú vera.




(smá photoshop)


Við héldum síðan yfir til Ítalíu og fórum til Verona og fengum okkur gistinu. Um kvöldið var síðan farið inn í miðbæ Verona og er óhætt að segja það að það sé fallegur staður og á maður sennilega eftir að koma þanngað aftur. Til að summa þetta upp þá tókum við á einum degi, morgunmat í Sviss, hádeigismat í Austuríki og kvöldmat á Ítalíu. Ekki slæmt rekord þar á ferð. Í morgun héldm við síðan upp til Gardarvatns og skoðuðum okkur um. Þetta er mjög fallegt allt saman, gamla póstkorið hvert sem maður lítur. En nú erum við kominn til Bergamo og ætlum við að vera hér í 4 nætur. Á meðan er stefnan sett á Milan, Feneyjar og kannski Flórens ef maður er í stuði.

Ég er búinn að henda inn helling af myndum inn í albúmið hér hægra meginn og mæli ég með því að fólk skoði það.

Ætli maður hendi ekki inn nýju bloggi á laugardaginn og einig látur maður myndir fylgja.

Með kveðju
Oddur

2 Ummæli:

Þann 9.7.08 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Æðislegar myndir og ég sé að þið eruð að skemmta ykkur vel...Haldið því áfram en munið að passa ykkur vel og keyra varlega :)

Love you all

 
Þann 10.7.08 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er aldeilis hvað allt er fallegt hjá þér í þessu bloggi;)

Góða ferð

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim