Þá er þetta búið
Það er óhætt að segja það að maður hafi verið sáttur við að koma inn í íbúðina á Eyrarsunds í kvöld. Þetta er búnar að vera góðar 2 vikur og náðum við að keyra uþb 4050 km um Lúx, Frakkland, Þýskaland, Sviss, Liktenstein, Austuríki, Ítalíu og Mónakó. Ég er búinn að henda inn öllum myndum á myndasíðuna.
En nú tekur bara vinna við hjá okkur báðum. Maður fær vonandi að heyra frá einhverjum skólum á næstu dögum svo maður fái það á hreint. Ég ætla svo sem ekkert að hafa þetta lengra að þessu sinni því það er víst vinna klukkan 0600 í fyrramálið!
kveðja
Oddur
4 Ummæli:
Velkomin heim ferðalangar. Hlakka til að heyra ferðasöguna þegar ég lendi í kóngsins köben 16.ágúst... vúhúú! Heimta einn öl með uppáhalds Eyrarsunds fólkinu mínu.
Hæ hæ!!
Pabbi hló mikið á leiðinni heim af flugvellinum... Sérstaklega að Polizei sögunni! Sagði honum líka sturtusöguna, HALLOOOO-ið hennar Stínu, leitina að vatninu, þroskahefta gaurinn og þegar við fórum tvisvar út að borða :)
Ég talaði nú eiginlega bara stanslaust alla leiðina heim... sem kemur kannski ekki á óvart
Takk fyrir geggjaða ferð og ég hlakka til næstu ferðar, Oddur - þú finnur kannski dagsetningu, þér finnst svo gaman að plana :)
Sendi ykkur kannski pakka þegar mamma og pabbi fara út
Er strax farin að sakna ykkar,
kossar og knús
p.s. Geirþrúður biður að heilsa og vonast til að vera boðið með næst
gleymdi að skrifa undir... en ég býst við að þið vitið hver ég er
bara svona for the record, þá hef ég ekkert á móti þroskaheftu fólki, þetta var bara mjög fyndið atvik.... svona fyrir þá pólitískt réttlátu :)
geggjaðar myndir og ég efast ekki um að það hafi verið mjög gaman hjá ykkur:)
luv birna
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim