Blogg á laugardegi
Konan á djamminu, kallinn búinn að vinna og chicken vindaloo á kantium! Hvað getur maður beðið um meira? Nú er komið að því að maður fari yfir þessa helstu hluti sem eru að gerast hérna í kóngsins!
Við hjúinn erum búinn að panta okkur flug heim um jólin. Þetta verður nú ekkert mega stopp og eins og einn maður orðaði það, "þetta er bara mjólkurbikar!"(K-Maggz) Já við ætlum að koma heim þann 21. des og vera til 4. jan. Settið mitt hefur tekið þá akademísku ákvörðu að eyða jólum í Lúx þannig maður verður einbúi þanngað til 28 des. Þannig maður hendir bara í 1944 á aðfangadeg og ef maður er í góðu skapi þá hendir maður kannski í einn grænan hlúnk í eftirrétt. Það er alveg gefins að fara heim um jólin. Flugið er búið að hækka um helming frá fyrstu jólunum okkar hérna út. Mega!!
Það er vel inn í myndini að kallinn skelli sér heim um miðjan okt. og verði í viku. Það er vetrarfrí í skólanum í viku 42 og um að gera að nota frímiðan sem við eigum heim með Icelandair.
Skólinn er kominn á fullt og er þetta frekar gaman. Erum aðarlega að læra ensku fyrstu önnina. Maður er enþá að venja sig á heimalærdóm, langt síðan maður hefur tekið eitthvað af því í gegnum árin. Það er óhætt að segja að maður er orðinn löggildur skólastrákur annað en þegar maður var í KTS.
Kristín er eins og alltaf á fullu í vinnuni. Hún er að vinna fram að jólum og síðan tekur skóli við í hálft ár. Þannig það er hægt að segja að lífið gangi sinn vanagang hérna í DK.
Maður er á fullu í boltanum. Okkur er kannski ekki alveg að ganga eins vel og við vildum. Það er langt síðan sigur náðist síðast eða í 1. umferð. Síðan þá hafa komið 2 jafntefli og nokkur töp. Ekkert mega gott það. Maður er svo sem að spila vel. Maður er í senternum. Þessi Rooney típa. Inú. Er að leggja upp fyrir aðra sem eru ekkert að standa sig í því að skora. Maður þarf bara að taka þetta í sínar eigin hendur og fara skora. Missi reyndar af leik á morgun vegna vinnu, ekki gott en maður þarf víst að lifa. Ekki gerir maður það mikið á Ísl. peningum í augnablikinu. Eigum við eitthvað að ræða krónuna? Nei hélt ekki.
En það er svo sem ekkert meira sem ég ætla að rumba út úr mér núna. Chicken Vindaloo bíður og Barca - Espanyol í kassanum. Jafnvel að maður poppi upp einum köldum og tilli sér í nýja sófan sem er snitzel by the way!!
Vh. Kjallinn með kalda!