laugardagur, 27. september 2008

Blogg á laugardegi

Konan á djamminu, kallinn búinn að vinna og chicken vindaloo á kantium! Hvað getur maður beðið um meira? Nú er komið að því að maður fari yfir þessa helstu hluti sem eru að gerast hérna í kóngsins!
Við hjúinn erum búinn að panta okkur flug heim um jólin. Þetta verður nú ekkert mega stopp og eins og einn maður orðaði það, "þetta er bara mjólkurbikar!"(K-Maggz) Já við ætlum að koma heim þann 21. des og vera til 4. jan. Settið mitt hefur tekið þá akademísku ákvörðu að eyða jólum í Lúx þannig maður verður einbúi þanngað til 28 des. Þannig maður hendir bara í 1944 á aðfangadeg og ef maður er í góðu skapi þá hendir maður kannski í einn grænan hlúnk í eftirrétt. Það er alveg gefins að fara heim um jólin. Flugið er búið að hækka um helming frá fyrstu jólunum okkar hérna út. Mega!!
Það er vel inn í myndini að kallinn skelli sér heim um miðjan okt. og verði í viku. Það er vetrarfrí í skólanum í viku 42 og um að gera að nota frímiðan sem við eigum heim með Icelandair.
Skólinn er kominn á fullt og er þetta frekar gaman. Erum aðarlega að læra ensku fyrstu önnina. Maður er enþá að venja sig á heimalærdóm, langt síðan maður hefur tekið eitthvað af því í gegnum árin. Það er óhætt að segja að maður er orðinn löggildur skólastrákur annað en þegar maður var í KTS.
Kristín er eins og alltaf á fullu í vinnuni. Hún er að vinna fram að jólum og síðan tekur skóli við í hálft ár. Þannig það er hægt að segja að lífið gangi sinn vanagang hérna í DK.
Maður er á fullu í boltanum. Okkur er kannski ekki alveg að ganga eins vel og við vildum. Það er langt síðan sigur náðist síðast eða í 1. umferð. Síðan þá hafa komið 2 jafntefli og nokkur töp. Ekkert mega gott það. Maður er svo sem að spila vel. Maður er í senternum. Þessi Rooney típa. Inú. Er að leggja upp fyrir aðra sem eru ekkert að standa sig í því að skora. Maður þarf bara að taka þetta í sínar eigin hendur og fara skora. Missi reyndar af leik á morgun vegna vinnu, ekki gott en maður þarf víst að lifa. Ekki gerir maður það mikið á Ísl. peningum í augnablikinu. Eigum við eitthvað að ræða krónuna? Nei hélt ekki.
En það er svo sem ekkert meira sem ég ætla að rumba út úr mér núna. Chicken Vindaloo bíður og Barca - Espanyol í kassanum. Jafnvel að maður poppi upp einum köldum og tilli sér í nýja sófan sem er snitzel by the way!!

Vh. Kjallinn með kalda!

sunnudagur, 21. september 2008

Góð spurning!

Datt inn á www.69.is og þar var linkur "Smá fróðleikur um rauðhært fólk....." Ég ákvað nú að kíkja á hann. Pósta honum hér í heimld sinni!

Spurning
Eru litningar í rauðhærðum eitthvað gallaðir?



Svar
Hér er einnig svarað spurningunum:


* Hverjar eru líkurnar á því að barn verði rauðhært ef annað foreldrið er rauðhært en hitt ekki?
* Geta tvær rauðhærðar manneskjur eignast annað en rauðhærð börn?
* Er rauðhært gen víkjandi. Ef svo er, þarf það þá ekki að koma frá báðum foreldrum svo að maður verði rauðhærður?

Húð- og hárlitur stafar af litarefninu melanín sem er myndað í litfrumum húðarinnar (e. melanocytes). Melanín er til í tveimur megingerðum; annars vegar er um að ræða eumelanín sem er svart eða brúnt á lit og hins vegar faeómelanín sem er rautt eða gult á lit. Eumelanín stuðlar að hárlit allt frá ljósu yfir í svart. Magn þess er það sem skiptir máli. Dökkt hár inniheldur mikið eumelanín en ljóst hár lítið. Faeómelanín kemur síðan inn í myndina og orsakar rautt hár. Eftir því sem meira er af því þeim mun rauðari er hárliturinn. Magn þessara tveggja litarefna ræður endanlegum hárlit.

Flestir hafa mjög lítið af faeómelaníni í hári sínu. Ástæðan er sú að til er gen, MC1R-genið, sem tjáir prótín sem er viðtaki á litfrumunum (MC1R = e. melanocortin 1 receptor). Þessi viðtaki er í himnu litfrumnanna og tekur á móti litfrumustýri- hormóninu melatóníni frá heiladingli. Þetta hormón veldur því að faeómelaníni er breytt í eumelanín og þess vegna ræðst hárliturinn eingöngu af magni eumelaníns í flestum.

Talið er að myndun eumelaníns sé dæmi um fjölgena erfðir, það er fleiri en ein genasamsæta hafa endanleg áhrif á magn þess og þar með húð- og hárlit. Áhrif allra melaníngenanna sem hver einstaklingur erfir leggjast saman. MC1R-genið er eitt þeirra.

Lítum þá á ástandið hjá rauðhærðum. Þekkt eru 4-5 afbrigði af MC1R-geninu sem valda því að viðtakinn tekur ekki á móti melatónín-hormóninu. Faeómelaníni er þá ekki breytt í eumelanín heldur safnast fyrir í hárinu og veldur rauðum lit þess. Vitað er að þessi stökkbreyttu gen eru víkjandi. Rauðhærður einstaklingur er arfhreinn um stökkbreytingu í þessu geni, sem þýðir að hann hefur erft hana frá báðum foreldrum sínum. Önnur einkenni sem fylgja eru fölleit húð og freknur. Ef einstaklingur er arfblendinn (hefur erft stökkbreytingu frá aðeins öðru foreldri sínu) hefur hann líklega fölleita húð og freknur og brennur auðveldlega, en hann er ekki endilega með rautt hár.

Séu báðir foreldrarnir rauðhærðir og arfhreinir um stökkbreytinguna er næsta víst að öll börn þeirra verði rauðhærð. Sé hins vegar aðeins annað foreldrið rauðhært fer það eftir því hvort hitt foreldrið sé arfblendið um stökkbreytinguna hvort börnin verða rauðhærð eða ekki. Sé það arfblendið eru helmingslíkur á að börn þeirra verði rauðhærð og helmingslíkur á að þau verði arfblendin. Ef það er hins vegar ekki með stökkbreytinguna verða öll börnin arfblendin.

Talið er að afbrigði í MC1R-geninu hafi fyrst komið fram fyrir 20-40 þúsund árum. Allir rauðhærðir hafa eitthvert afbrigði af þessu geni og eru komnir af evrópskum stofnum manna. Tíðni afbrigðanna er hæst í keltneskum löndum.

Rautt hár er algengast á norðurslóðum þar sem sólin er ekki eins sterk og sunnar. Þar sem melanín er mjög öflug sólarvörn og ver húðina fyrir útfjólubláum geislum sólar eru þeir sem hafa ljósa húð í hundraðfalt meiri hættu á að fá húðkrabbamein en þeir sem hafa dökka húð.

miðvikudagur, 17. september 2008

Borg óttans


(klikkið á myndina til að stækka hana)

mánudagur, 15. september 2008

nr. 195

Já þá held ég að það sé kominn tími á smá blogg frá kóngsins köben. Eins og ég sagði í síðasta bloggi þá var tengdó hjá okkur í 12 daga. Það var gaman að hafa þau hjá okkur og var mikið brasað og keypt. Við tókum bílaleigu bíl og 3 daga og skunduðum til Helsingborgar, kíktum til Helsingør og skelltum okkur einn dag til århus. Það er svo sem ekkert hægt að bæta um þessa heimsókn þeirra. Við þökkum þeim bara kærlega fyrir okkur og bíðum eftir næstu heimsókn.

Sófinn okkar koma síðan á föstudaginn var og var kallinn búinn að plana smá sprell um það. Vissi á þriðjudegi að sófinn myndi koma á fös. Maður ákvað að halda því leyndu fyrir frúni því að hann átti ekki að koma fyrr en í þessari viku aka viku 38. Ég var nefnilega að fara á klakamótið um helgina og átti að fara um klukkan 3 á fös. Sófinn kom um 10 leytið. Jeg og Þráinn vorum klárir að henda honum sundur og setj’ann aftur saman inn í íbúðini. Hann var nefnilega of stór til að komast inn um dyrnar. Síðan skundaði ég til århus og Kristín koma síðan heim um 2000 leytið og var frekar brugðið. Maríanna sagði reyndar að hún hafi misst andlitið yfir gleði og hamingju. Það er óhætt að segja að kallinn hafi komið sterkur inn þarna!

Eins og ég var búinn að segja þá var Klakamótið haldið um helgina í århus. Þeir sem vita ekki hvað klakamótið er þá er það mót sem haldið er einu sinni á ári í mörkini. Á þessu móti eru einungis íslenskir karlmenn að spila í fótbolta og drekka mikið áfengi. Konur eru bannaðar nema að þær séu að serva mat. Basic. Við Guðrúnar menn tókum okkur til og náðum 3 sæti á mótinu sem er svo sem ágætis árangur. Hafði verið gaman að vinna
en það kemur mót eftir þetta mót.

Jeg tók mig til um helgina og ákvað að sína mönnum hvernig breikdans er framkvæmdur. Kallinn skellti sér í orminn og endaði það með smá ferð upp á skadestuen. Það er bara fjör í því. Maður náði að skilja eftir góða blóðrönd á golfinu eftir að hafa skellt höguni vel í það. Það þurfti reyndar ekki að sauma kjallinn en þetta var heftað saman.
Held að ég láti breikið vera í bili.

Held að það sé málið að enda þetta á smá lista.

Lag helgarinar: Það var Leiknir sem bjargaði mér.

Setning helgarinar: Djöfull er Dalalíf góð mynd.

Atvik helgarinar: Ormurinn hjá kjallinum.

Ps. Gussi minn, nú er ég búinn að blogga og þú veist hvað það þýðir!!!!