mánudagur, 15. september 2008

nr. 195

Já þá held ég að það sé kominn tími á smá blogg frá kóngsins köben. Eins og ég sagði í síðasta bloggi þá var tengdó hjá okkur í 12 daga. Það var gaman að hafa þau hjá okkur og var mikið brasað og keypt. Við tókum bílaleigu bíl og 3 daga og skunduðum til Helsingborgar, kíktum til Helsingør og skelltum okkur einn dag til århus. Það er svo sem ekkert hægt að bæta um þessa heimsókn þeirra. Við þökkum þeim bara kærlega fyrir okkur og bíðum eftir næstu heimsókn.

Sófinn okkar koma síðan á föstudaginn var og var kallinn búinn að plana smá sprell um það. Vissi á þriðjudegi að sófinn myndi koma á fös. Maður ákvað að halda því leyndu fyrir frúni því að hann átti ekki að koma fyrr en í þessari viku aka viku 38. Ég var nefnilega að fara á klakamótið um helgina og átti að fara um klukkan 3 á fös. Sófinn kom um 10 leytið. Jeg og Þráinn vorum klárir að henda honum sundur og setj’ann aftur saman inn í íbúðini. Hann var nefnilega of stór til að komast inn um dyrnar. Síðan skundaði ég til århus og Kristín koma síðan heim um 2000 leytið og var frekar brugðið. Maríanna sagði reyndar að hún hafi misst andlitið yfir gleði og hamingju. Það er óhætt að segja að kallinn hafi komið sterkur inn þarna!

Eins og ég var búinn að segja þá var Klakamótið haldið um helgina í århus. Þeir sem vita ekki hvað klakamótið er þá er það mót sem haldið er einu sinni á ári í mörkini. Á þessu móti eru einungis íslenskir karlmenn að spila í fótbolta og drekka mikið áfengi. Konur eru bannaðar nema að þær séu að serva mat. Basic. Við Guðrúnar menn tókum okkur til og náðum 3 sæti á mótinu sem er svo sem ágætis árangur. Hafði verið gaman að vinna
en það kemur mót eftir þetta mót.

Jeg tók mig til um helgina og ákvað að sína mönnum hvernig breikdans er framkvæmdur. Kallinn skellti sér í orminn og endaði það með smá ferð upp á skadestuen. Það er bara fjör í því. Maður náði að skilja eftir góða blóðrönd á golfinu eftir að hafa skellt höguni vel í það. Það þurfti reyndar ekki að sauma kjallinn en þetta var heftað saman.
Held að ég láti breikið vera í bili.

Held að það sé málið að enda þetta á smá lista.

Lag helgarinar: Það var Leiknir sem bjargaði mér.

Setning helgarinar: Djöfull er Dalalíf góð mynd.

Atvik helgarinar: Ormurinn hjá kjallinum.

Ps. Gussi minn, nú er ég búinn að blogga og þú veist hvað það þýðir!!!!

1 Ummæli:

Þann 15.9.08 , Blogger Ingvi Rafn sagði...

Ormurinn var klárlega toppurinn á helginni. Og líka hérna: Frú Stella, veskan mín er horffin. Dalalíf klikkar ekki. Svo er það bara silfrið næst, já eða gullið.
Kv.Ingvi

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim