Bloggleysa
Já gott fólk. Nú held ég að það sé málið að henda inn smá bloggi hérna fyrir lesendur góðir. Vonandi að það getur hresst upp á Íslandinga. Það er víst einhver kreppa að fara yfir klakan og ef ég á að segja eins og er þá hef ég ekki ögmund um hvernig þetta mál er allt. Eitt veit ég að bjórinn minn hækkar og lækkar. Hann var ódýrastur á þriðjudaginn og var hann ekki nema 22 dkk og veit ég að það er ekki mikill peningur.
Ég get einnig sagt ykkur frá því að "töskumálið ógurlega" er að klárast. SAS mun borga okkur bætur á mánudaginn kemur og nú er málið að skunda í TM þegar maður kemur heim og kíkja hvort við fáum eitthvað þaðan. Maður hugsar sig nú vel um áður en maður flýgur aftur með SAS. Maður verður bara með gamla handfarangurinn.
Eins og ég sagði þá er kjallinn á leiðini á klakan í næstu viku. Kemur á þriðjudaginn kemur og verð fram á mánudag. Þeta á eftir að vera hell of a game. Það þarf að gera mikið og hitta mikið fólk. Það verður gaman að koma í mat til Múttu og ætli maður verði nú ekki með einhverjar sérþarfir!! Inú!
Lífið gengur sinn vanagang hérna í Köben þrátt fyrir allt. Við tökum svo sem ekkert mikið eftir þessari "kreppu" enda erum við með allt okkar í dönskum. Ég fékk allavega námslánin mín þennan mánuðinn og er maður sáttur við það. Kristín er að vinna eins og ljónið og sér maður hana bara rétt um kvöldmatarleytið. Einhver þarf víst að skapa tekjur fyrir heimilið. Kristín datt í lukkupottinn um daginn þegar henni var veittur styrkur frá menntamálaráðuneytinu, þetta er sami styrkur og hún fékk í fyrra en í þetta skiptið var það bara hálfur og kvörtum við ekki yfir því. Það er búinn að vera verkefna vika í skólanum hjá mér og er maður búinn að vera vinna bara heima að einu stykki ritgerð. Skilaði henni inn í dag og er þar með kominn í haustfrí. Maður er að nota þessa skólalausu daga til vinna aðeins út á Kastrup. Það er alltaf gott að komast í uppgrip þar á bæ.
Við erum búinn að kaupa okkur flug heim um jólin og ætlum við að koma 21 des og ver afram til 4 jan. Er að átta mig á því að ég var búinn að láta ykkur vita en nú er þetta endalega komið inn í kúpuna á ykkur.
Ætla nú ekki að hafa þetta neitt mikið lengra að þessu sinni og vænti ég þess ekki að skrifa eitthvað fyrr en maður kemur heim frá íslandi. Maður mun þá luma á einhverjum góðum sögum og fullt af myndum. Ætla nú samt að kveðja ykkur með þessum smell með Þorsteini Guðmundsyni. Ég hef bara eitt að segja um þessa klippu: Hemmi Gunn, Snitzel!!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim