sunnudagur, 5. febrúar 2006

Þá er hún komin!

Þá er Kristín komin á danska grund og líkar bara vel. Ég og Pési fórum út á flugvöll um 11 leytið í morgun til að ná í Kristínu sem kom siglandi út úr tollinum þegar að við komum inn! Það var gaman að sjá hana loksins eftir 10 daga fjarveru. Við byrjuðum á því að fara með töskurnar hennar upp í íbúð og það kom ekki mikið á óvart að það fyrsta sem Kristín gerði var að hoppa upp í nýja rúmið okkar og lá hún þar um stund, ég ljái henni það ekki enda fjandi gott rúm ef ég segi sjálfur frá. Við fórum síðan út í Amagercenter til að skoða okkur um og sýna henni hverfið. Kom nú á óvart að hún missti sig ekki í H og M enda síðasti dagur útsölunar. En við keyptum dót í íbúðina, dót á baðið og handklæði og svona smotterí. Síðan var farið aftur heim og tókum við því bara rólega. Síðan fengum við okkur flatböku á Eyrarsundsskólagarðspizzustaðnum, sem var bara fínasta pizza. Mæli ekki með að fólk panti sér pepper á pizzuna! Síðan var bara haldið heim á leið og er stefnan sett á að hitta Pésa á kollegíbarnum og leyfa henni aðeins að kynnast danska bjórnum sem á eflaust eftir að renna ljúflega niður!

Þau dönsku kveðja að sinni!

2 Ummæli:

Þann 6.2.06 , Blogger Guðjón sagði...

Velkomin Kristín.

 
Þann 8.2.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Oddur, ég ætla rétt að vona að þetta sér ekki ástæðan fyrir bloggleysi:
http://mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1183986

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim