þriðjudagur, 14. nóvember 2006

mikið af frettum

Sæl og blessuð

Ég veit að ég er ömurleg en Oddur lofaði bara upp í ermina á sér þegar hann sagði að það væri stutt í næsta blogg hjá mér... Ég gæti alveg trúað því að þetta blogg verði langt þannig að ég ætla bara að skella mér beint í þetta...
Ok fyrst er það frábæra helgin sem ég Matthew og Dagbjört áttum. Það var alveg mergjað að hitta þau og var strax byrjuð að sakna hennar Dagbjartar minnar þegar þau fóru:( Jólabjórinn kom einmitt í bæinn sömu helgi og þau komu og var það alveg mergjað kvöld. Þið getið séð myndir frá þessari helgi í nýjamyndaalbúminu hérna til hægri. Það var síðan eitt af öðru sem skeði.. Ég fékk praktikpláss þegar þau voru hérna sem er alveg mergjað og þýðir að ég þarf ekki að flytja heim eftir áramót. Ég hef fengið úr nokkuð mörgum prófum og verkefnum enda klikkað að gera í skólanum og hef ég enn þá ekki fallið í neinu nema einu stærfræðiprófi sem mér finnst nokkuð góður árangur..:) Jiii það er svo langt síðan ég skrifaði að ég man ekki allt sem hefur gerst.. Þetta var bara nokkuð róleg helgi, það var kíkt á kollgie barinn á föstudeginum og held ég að þetta hafi bara verið met-mæting síðan við fluttum út enda margir í heimsókn hjá flestum en ekki okkur... Það koma nú ekki gestir fyrr en í byrjun des og það eru mamma og pabbi sem munu búa hjá okkur og síðan koma einmitt mamma og pabbi Odds sömu helgi en þau eru á árshátíð þannig að þau eru á hóteli. Það er prófavika hjá mér í næstu viku og er smá stress í gangi fyrir það... Úffff 7 próf á 4 dögum en samt bara á þremur af því það kemur einn frídagur í milli... Oddur er byrjaður í studieskolen að læra dönsku og er hann einmitt þar núna í sínum fyrsta tíma. Hef fulla trú á honum:)
Ég og Oddur lendum einmitt á klakanum 21 desember, veit reyndar ekkert hvað maður á að gera á Þorláknum þar sem ég eyði honum alltaf með Dagbjörtu en hún ákvað að vera í UK þangað til yfir jólin:( en kemur nú milli jóla og nýárs.:) Og síðan eyðir Oddur auðvitað Þorláknum með Bubbanum og er ég ekki mikill aðdáandi hans þannig að það verður bara að koma í ljós hvað maður gerir.
Jæja heyriði þetta var nú bara ekki nærri því eins langt og ég hélt að bloggið myndi vera haha eruð þið ekki ánægð??

Ég er að hugsa um að kveðja að sinni og ég lofa að skrifa fljótlega aftur en það er sant mikið að gera framundan þannig að fljótlega þýðir örugglega allt annað hjá mér heldur en hjá ykkur;)
Heyrumst

Stelpan....

1 Ummæli:

Þann 16.11.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

ví gaman að þú sért að koma heim, en hvenær ferðu aftur út???? ég er nefnilega að fara til Austurríkis 26. des - 6. jan og í þetta skiptið að leika mér, ekki þjálfa jjjeeessss. er að fara með Bryndísi systur Jóhanni og litlu þeirra, en Jóhann er að fara að þjálfa því KR og Ármenningarnir eru að fara út saman..þannig að ég og bryndís og litla verðum bara að leika okkur saman...hlakka mikið til....en ég verð samt að fá að hitta þig kona góð :)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim