Þá er biðin á enda!
Jæja okkar ástkæru blogglesendu þá er biðin á enda. Áður en þú heldur lengra, stattu upp, farðu í ískápinn og náðu þér í einn kaldan! Búinn?? Það er gott þá hefst lesturinn!
Það er allt að gerast í Danaveldi þessa dagana, inúúú! Tine vinkona Kristínar er búin að búa hjá okkur undanfarna daga og var það bara hið besta mál. Það gengur allt eins og í sögu í skólanum hjá Kristínu, hópurinn hennar var að skila af sér verkefni sem var 1/3 af lokaeinkunn og tóku þær sig til og fengu 11 fyrir það og voru hæstar í bekknum, þakka þér. Kristín er komin í vetrarfrí og mun hún fara núna á fullt að reyna að redda sér praktik plássi hjá einhverri búð. Við höfum nú ekki miklar áhyggjur yfir því, enn allavega. Það á væntanlega einhver eftir að ráða konuna enda prýðis vinnuafl.
Skólinn hjá mér gengur sinn vanagang, erum að vinna að verkefni sem felur í sér að finna þýskt vörumeki og markaðssetja það fyrir danskan markað, mega stuð. Erum við mað adidas línu sem var gefin út í Japan fyrr á þessu ári. Ég fer síðan ekki í vetrarfrí fyrr en í næstu viku, þeir pössuðu sig á því að láta okkur vera í sitthvorri vikunni svo við gætum ekki farið neitt.
Hérna koma síðan einhver korn.
-Kjappinn var klipptur og er líka svona sætur eftir það
-Kristín litaði á sér harið og kom það bara vel út
-Fórum í brúðkaupspartý hjá Hjalta og Lindu í gær og var það mjög gaman
-Kjappinn er á fullu með IF Guðrúnu í handboltanum og setti hann 3 í síðasta leik sem vannst 26-29
-Seasonið er að klárast í fótboltanum og erum við búnir að tapa síðustu 2 leikjum 12-3 og 5-1 en maður er búinn að skora í þeim báðum
-Það eru 67 dagar í heimkomu
-Blogg stríð er í gangi milli okkar, Alí og Jakó og Jökuls og Stínu
-Við erum að valta yfir þetta stríð
-Mamma verður í Köben um næstu helgi
-Keyptum okkur miða á Badly Drawn Boy á Vega 29. nóv.
-Lost er byrjað og Boston Legal er besti þáttur í heimi
-Sigþór bróðir átti afmæli í vikuni, til lukku með það
-Gaui og Elín gistu hjá okkur á fös, voru að fara til Helsingi snemma á laugardeginum
-Kristín fór ekki út úr húsi á föstudaginn, enda föstudagurinn 13
-Horfði á Ísland tapa 1-2 á móti Svíum
-Afhverju gat Eiður ekki skorað þegar hann setti hann í slánna!
-Það er búið að opna Hrekkjavöku tívoli og það er alveg málið að kíkja í það
-Erum að hugsa um það að fara til London í janúar
-Dagbört og Matt verða hjá okkur 3-5 nóv
-FCK er klassa ofar en öll lið í SAS ligan
-Lokahóf KSÍ í gær og hvað er málið að Birkir Sævarsson sé efnilegasti maður deildarinar
-Leikmanna markaðurinn er að fara á fullt heima, verður gaman að sjá hverja KR fær
-Kristín heldur party fyrir stelpurnar í bekknum sínum um næstu helgi
-Fékk verlaunin mín fyrir að vera besti framherji KV um síðustu helgi
-Sara er hjá okkur í nótt
Já kæru lesendur, ég vona að þessi færsla valdi ykkur ekki vonbryggðum og vona einnig að þú sért búinn með bjórinn sem þú opnaðir áður en þú byrjaðir að lesa. Nú er málið að standa upp og gera nokkrar teygjur því að þú hefur gott að því!
Eyrarsundsbúarnir í íbúð j-807 kveðja að sinni
Danny Crane
3 Ummæli:
Orrustan um bloggið.. hvernig fer það fram ?!
Hver er undir í því og hver er að taka það ?! þú verður að útskýra leikreglur!!;)
EN að öðru.. hvernig gengur að láta Agnes & Friðrik vinna part 2 keppnina ?!!;)
maður má nú til með að spyrja danska united manninn, hvora hann styður á morgun.
Er það byens stolthed eða undited systur.
Annars lýsi ég yfir ánægju minni með þessa færslu, þó svo að ég hafi látið ölið eiga sig. Maður þarf víst að fara að koma sér í form ætli maður sér að verða besti strike KV á næsta tímabili
Palli minn!!!! Jeg held að þú þurfir að æfa gamla tötzið frekar en formið, það sýndi sig vel í sumar, frammistaðan þín í strikernum á móti Afríku sýndi það vel!!!!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim