fimmtudagur, 2. nóvember 2006

Strákurinn talar

Jæja gott fólk. Þá er komið að því að maður hendi inn einum póst á þetta kvikindi. Það er nú bara kjallinn sem ætlar að tjá sig í þetta skipti en frúin ætlar að koma með langann og góðan pistil eftir helgi enda er Dagbjört og Matt hjá okkur um helgina og verður án efa mikið að skrifa um.

Það er nú helvíti mikið búið að gerast síðan maður skrifaði síðast. Kjallinn var í frí alla síðustu viku og náði maður að gera hluti sem maður hefur ætlað að gera fyrir löngu
-maður fór í bankann og stofnaði sér reikning
-skráði mig í dönskunám (maður dettur inn í level 4 en það eru 6 level)
-kláraði að setja saman IKEA dót (mega gaman)

Við Evrópubúar seinkuðum klukkuni á aðfaranótt sunnudags og nú erum við klukkara á eftir klakanum. Um leið og við fórum á vetrartíma þá tóku veðurguðirnir til sinna ráðu og létu okkur fá vetur, mega stuð. Það er búið að vera mega kalt alla vikuna og er maður búinn að taka fram vetrarúlpuna og versla sér húfu og trefil. Maður vaknaði á miðvikudags morgun og það var stormur úti og fyrsti snjór vetrarins lét sjá sig. Ummerki stormsins voru ferst á filmu af honum Guzza.

Það er hægt að segja að það hafi og sé nóg að gerast í Kóngsins þessa vikuna. Það byrjaði í gær þegar mínir menn tóku á móti mínum mönnum á Parken. Fínt að horfa á leik þar sem maður getur ekki tapað!!! En FCK tók þetta og eru í séns að fara upp úr riðlinum eða lenda í UEFA sæti sem er bara gott mál. Í kvöld var síðan MTV hátíðin haldin hér með tilheyrandi lætalátum. Búið að koma fyrir mega sviði á Ráðhústorginu og munu einhver seleb stíga þar á stokk. Síðan á mogun (fös) er J-Dag. Það er þegar Jóla tuborginn kemur í verslanir og nánar til tekið kemur hann klukkan 20:59 með miklu húllumhæi og verðu kjallinn á staðnum ásamt fríðu föruneyti. Alveg grátlegt það.


Eins og ég sagði í upphafi eru Dagbjört og Matt hjá okkur um helgina þannig að maður er í massa prógrammi alla helgina og er það bara hið besta mál. En Kristín ætlar að koma með uppgjör helgarinar eftir helgi og aldrei að vita að maður skelli inn nýjum myndum!

ps. var að spila handboltaleik í aften og kjallinn setti 6 kvikindi í 32-32 jafntelfli á móti Gladsaxe.

1 Ummæli:

Þann 16.1.10 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir ahugaverdar upplysingar

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim