miðvikudagur, 4. október 2006

As usual

Jæja þið eruð svona hress er það ekki? Það er s.s voða lítið af frétta úr ríki Danans. Sumarið er farið frá okkur eins og er og eru þrumur og eldíngar í miklum uppáhaldi þessa dagana! Ég hef ekki gvend um hvað ég á að skrifa!
Horfði á KR leikinn á laugardag, góði helvítis leikurinn, einmitt. Hef ekki séð þá svona lélega í langan tíma og valtaði Drulluvík yfir okkur. Hafði ekki einu sinni áhuga að fara út um kveldið. Á sunnudaginn spilaði ég leik með IFG í handboltanum og töpuðum við honum 23-29. Kjallinn átti ekki sinn besta leik og setti 1. Klikkaði úr svona 6 dauðafærum.
Skólinn gengur sinn vanagang hjá okkur hjúunum. Kristín er búin að vera í stórum verkefnum og er stórt verkefni að byrja hjá mér þannig að við erum bara í fínum málum.
Tine vinkona Kristínar er hjá okkur þessa dagana þar sem hún stendur í flutningum. Hún er dönsk og allt.... En eins og var sagt hér áður hefur ekki mikið gerst síðan í síðustu viku.... Hún Hrafnhildur gella kemur á föstudaginn og er tilhlökkunin vægast sagt mikil.... Það verður gaman að sjá dömuna er ekki búin að sjá hana síðan í júlí....

Það verður nú ekki mikið meira sagt hér í dag en það verður örugglega eitthvað mikið að segja frá eftir heimsóknina hennar Hrrafnhildar.

kveðja Oddur og Kristín að skrifa í sameiningu;)

2 Ummæli:

Þann 4.10.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Sælir,
Gunni bróðir er í sendiferð fyrir KV og veðrur ásamt félögum sínum í Köben þessa helgina. Ég sendi hann út með verðlaunagrip þinn frá því á árshátíð Vesturbæjarstórveldisins. Þú mátt endilega nálgast medalíuna hjá honum. Ef ég þekki hann rétt þá munu þeir finna sér (s)óðal ykkar dananna.
nr. hjá honum er 865-5871

Kveðja

 
Þann 13.10.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Oddur: meiri virkni! koma svo !!;)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim