mánudagur, 23. október 2006

Júbb það er einmitt málið

Þá er komið að þessu vikulega eins og maðurinn sagði um árið. Ég held að það sé upplagt að strákurinn byrjar á að baula eitthvað og síðan er skipting og konan fær að rita eitthvað á skjálinn!

Strákurinn!
Það er búið að vera frekar rólegt hjá mér undanfarna viku. Skólinn gengur sinn vana gang og skánar hann ekkert en maður þarf bara að þrauka þetta, er það ekki?
Mamma var í kóngsins um helgina og hittum við á hana á föstudaginn. Auðvitað kom hún með íslenskt nammi og harðfisk. Þristar og bingókúlur og er það alveg málið. Röltum við með múttu um bæinn og lét hún sig hafa það að rölta inn í H&M og versla eitthvað. Síðan var haldið á Jensens að eta og var það bara fínt. Síðan var rölt meira og kíkt á þetta helsta Magasín og svona. Síðan röltum við upp á hótel og kvöddum við hana. Það var gaman að sjá þá gömlu en það er nú ekki langt í að hún kemur aftur og þá verður gamli með í för.
Maður er á fullu í boltanum. Fótbolta seasonið kláraðist um helgina. Það byrjaði 8. apríl og klárast 22. okt með sumarfríi en þá fór maður heim að spila fyrir stórveldið (KV). Þannig að þetta er orðið soldið langt season hjá manni en það er bara hið besta mál enda frekar gaman að spila á grasi allann þennan tíma. Það er ekki hægt að segja að við höfum klárað þetta tímabil með stæl töpuðum á sunnudaginn 6-0 þannig að í síðustu 3 leikjunum erum við með markatöluna 23-3, goggi mega!!!!!! Nú er það bara handboltinn sem tekur við og var spilað í honum á laugardaginn, sá leikur tapaðist einnig en strákurinn setti 3 eins og vanalega.
Maður er kominn í vikufrí frá skóla. Það er einn dagur búinn og er maður temmilega eyrðarlaus og það er spurning hvernig maður verður á föstudaginn. Ætla reyndar að fara í Studieskolen á morgun og skrá mig í dönskunám. Það er nú kominn tími til að læra þetta. Er það ekki???

Stelpan!
Það er nú ekkert mikið meira að frétta frá mér.. Var í vikufríi í síðustu viku, er búin að vera að reyna að fá praktikpláss en það gengur ekkert. Vona nú að maður þurfi ekki að fara heim frá kallinum sínum í DK..:( Ég hélt partý um helgina. Það var mjög gaman fyrir utan ýmsa hiksta. Svo þegar maður var loksins komin í stuðið þá var einhver gaur sem elti okkur um allan bæinn í svona hálftíma og spýtti á okkur.. Geðveikur gaur... Svo fór ég og Oddur í Halloween tívoli í gær. Og já svo er bara komin mánudagur og voða lítið að frétta á mánudögum... Nema það er símakeðja í bekknum ef það er hætt við tíma eða eitthvað og svo hefur einhver gleymt að hringja eða senda sms til Ljube, sem átti síðan að hafa samband við mig, svo að ég hafði ekki samband við Tine sem þýðir að eina fólkið sem mætti í dag var ég, Tine og Ljube... Rosa gaman.....
En já eins og þið lesið er voða lítið að frétta, ætla að fara að horfa á tv núna...
Heyrumst.

Strákur og Stelpa út.....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim