Þá er það þetta vikulega
Eruð þið ekki bara hress, er það ekki? Það er alltaf sama blíðan hér í kóngsins Köben og Magga er bara hress þrátt fyrir smá uppskurð í síðustu viku vegna kviðslits, en hver hefur ekki farið í svoleiðis! Það er nú ekki mikið að frétta héðan. Hann Gussi er fluttur í sína íbúð og fann lagerinn í IKEA fyrir því, hann þurfti nefnilega 2 ferðir þangað til að gera allt klárt. Kristín fékk að fara með honum í seinna skiptið og hálf vorkenndi ég Gussa, hehe. Síðan sátum við og vorum að setja allt klabbið saman og gekk það ágætlega, miðað við IKEA dót.
Harpa og Alli voru hjá okkur um helgina ásamt systur Hörpu, henni Örnu. Þau voru svo sannalega mætt til DK til að versla og náðu þau að gera það líka svona vel, mæti halda að þau hafa gert það áður. Á laugardaginn var haldið lítið teiti í kotinu, þá komu Anna Lára og Höddi, Gussi ásamt gestum sínum, Hildi og Stebba Orra, síðan var það Harpa og Co. Var það bara fínasta teiti og hélt fólk síðan í bæinn, nema ég og Gussi enda vorum við að keppa kl 09:00 á sunnudagsmorguninn.
Við IF Guðrúnar menn mættum De Gröne Bude á sunnudaginn og er sá leikur ekki frásögu færandi nema að kjappinn setti þrennu í 3-1 sigri. Nú vill ég bara spyrja lesendur, hafið þið skorað úr upphafsspyrnu?? Nei ég hélt ekki en það afrekaði ég í leiknum. Staðan var 1-1 í hálfleik og ég er búinn að bíða eftir því í sumar að geta skotið strax úr upphafsspyrnunni án þess að einhver komi við hann, en það eru svo margir markverðir í þessari deild sem standa bara alltaf á línuni. En ég sá að þessi stóð á vítapunktinum, þannig að ég lét bara vaða og viti menn, hann endaði í netmöskvanum. Maður var bara alveg með tárinn í augunum yfir því.
Kjappinn er einnig búinn að taka harpexið fram á ný og er maður í hægra horninu hjá IF Guðrúnu. Fyrsti leikur vetrarins var síðasta fimtudag og töpuðum við honum 29-34 en maður náði að setja mark sitt á leikinn með 4 kvikindum.
Skólarnir eru á fullu hjá okkur báðum og er mikið að gera framundan. Kristín er að kafna í stórum hópverkefnum. En svona er að vera sest aftur á skólabekk. Ég er reyndar að skoða mig um og hef hugsað mér að breyta um næsta haust, ef mér er hleypt einhverstaðar inn. The Royal Academy of Fine Arts School of Architecture er efst á blaði og síðan er það Denmarks Designskole sem kemur fast á eftir. Ef DKDE verður fyrir valinu þá er það iðnhönnun sem maður stefnir á.
En það er komið nóg að blaðri í bili.
Einbúarnir á Eyrarsundskollegíinu kveðja að sinni.
1 Ummæli:
Klassi Bassi
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim