sunnudagur, 17. september 2006

Skemmtileg og heit helgi

Sæl þá er komið að hinu vikulega bloggi... Á þriðjudaginn var Oddur svo heppinn að fá símtal frá honum Guðjóni bróður sínum. Það voru nú góðar fréttir þaðan af bæ en Guðjón bauð Oddi með sér á leikinn FC Köbenhavn- Benfica, var það Gummi vinur hans Guðjóns sem bauð þeim með þannig að það voru þeir Gummi, Guðjón, Oddur og Eiki sem skelltu sér saman. Endaði leikurinn 0-0 og var það nú leiðinlegt þar sem Oddur hefur nú farið 4 sinnum á leik í Parken og aldrei séð mark þar á velli. Á föstudeginum var haldið í Tívolí með Gussa, Önnu Lára og Hödda. Keyptum við tourpassa og var þetta svakalegt. Anna var eitthvað slæm í bakinu þannig að hún tók að sér að vera tösku og sólgleraugnavörður. Strákarnir fóru í öll tæki en ég sleppti einu. Það var nú ekkert verra tæki en elsti rússíbaninn en ég var eiginlega búin að fá nóg. Ég vil taka það fram að ég skil alls ekki hvernig er hægt að fara oftar enn einu sinni í fallturninn, þeta er bara killer tæki og titraði maður eins og lítið lauf er ég steig úr tækinu. Það var sól og 20 og eitthvað stiga hiti, SWEET. Enda er búið að vera svoleiðis veður upp á síðkastið og sér engan enda á því, allavega ekki fyrr en á fimmtudag nema spáin breytist, sem við vonum auðvitað ekki.... Laugardagurinn var rólegur, Oddur og Gussi kepptu í boltanum með Guðrunu og unnu þeir 3-2, flott hjá okkar strákum. Ég fór í leiðangur að leita að afmælisgjöf og fór í "Kolaport" Danaveldis og var hitt og þetta skoðað þar. Það átti að fara á feitt djamm í gær en maður var eitthvað ónýtur þannig að strákarnir tóku það að sér og komu ekki heim fyrr en seint og um síðar meir. Sunnudagurinn var tekin með enn meiri rólegheitum og var einungis farið úr húsi til að horfa á Man U leikinn (vonbrigði) og keypt að borða, erum svo komin heim aftur og situm hér öll þrjú með tölvurnar í fanginu og erum einhverf:) Fer til Malmö á þriðjudaginn með skólanum að skoða gleraugnaverksmiðju, systir mín hún hrafnhildur á einmitt afmæli þann fína dag 19 september og Harpa og co koma á fimmtudaginn. Voða lítið annað á næstunni en ef það verður eitthvað þá munum við láta ykkur vita.

Kærar kveðjur
Kristín Edda

1 Ummæli:

Þann 18.9.06 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Odd í Völsung!!!!!!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim