miðvikudagur, 22. nóvember 2006

Svona líka sprækur!

Jæja nú er málið að maður hendi inn einu kvikindi hérna! Það er nú voðalega lítið í fréttum af mér! Þar sem Kristín er í prófum þá er maður bara að pungast í FM 2007 og í dönsku námi. Já eins og ég sagði er ég byrjaður í dönskunámi. Það er líka svona ágætt bara, Páll Óskar er að kenna mér (hann er fáranlega líkur kauða) og grunar mig að hann spili fyrir hitt liðið líka en maður veit ekki.
Skólinn gengur sinn vanagang, þetta er búið að vera skárra síðustu vikuna, erum að læra PHP ef einhver veit hvað það er, þá er það fínt! Vorum að klára stórt verkefni og fengum við fína dóma fyrir það. Nú er að skella á lokaverkefnið þessa önnina og ekki vitum við en hvað það á að vera en það verður eitthvað mega dæmi.
Lokahófið hjá IF Guðrúnu er á laugardaginn. Það verður eitthvað grell og gys! Byrjum klukkan 14:00 í garði kóngsins. Maður verður víst kynntur sem þjálfari IF Guðrúnar á laugardaginn. Jújú þið lásuð rétt maður er að taka við liðinu. Jón sem er núverandi þjálfari er að flytja heim og kallinn var kallaður til. Það á að rífa liðið upp í lægðinni sem var í sumar og gera þetta að alvöru klúbbi!!!! Inú !
Þar sem Jón er að fara heim áskornaðist okkur frystir sem hann hafði fengið gefins. Hann hringdi og spurði hvort maður mundi vilja hirða kvikindið og við vorum ekki lengi að slá til. Nú getum við farið í Bilka og keypt einhver tonn af kjúlla á 100 kall! Ekki slæmt það. Hér er mynd af kvikindinu!

En nú er málið að fara að læra dönsku.

Med venlig hilsen
Oddur Flødeskum

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim