miðvikudagur, 20. desember 2006

Jæja gott fólk

Jæja þá erum við bara að fara að koma heim. Það verður lent í drulluvík kl 00:10 aðfaranótt föstudagsins 22. desember. Það er verið að ganga frá þessu helsta, þrífa föt, klára síðasta daginn í skólanum, þrífa íbúðina og pakka. Þessi vikar er búin að vera róleg hjá Kristínu en ég er búinn að sitja sveittur í skólanum að klára lokavekefnið okkar sem er búið og skilum við á morgun kl 1200. Það verður fínt að klára þetta og kíkja heim á klakann í 2 vikur. En held aða það sé bara málið að kveðja í bili og reikna ég ekki með því að við póstum blogg fyrr en á nýju ári, shit það er að koma 2007 djö... er maður orðinn gamall. En ég vil bara fyrir hönd okkar beggja óska ykkur lesendnum gleðilegra jóla!


Jólakveðjur frá Danmörku

fimmtudagur, 14. desember 2006

proffinn gefur skyrslu hehehe

Já mikið rétt þið fáið eitt blogg frá frúnni... Það er búið að vera klikkað að gera í skólanum en var að skila síðustu verkefnunum í dag... Var í prófum um daginn og náði maður öllum, fékk meira að segja 11+ í stærðfræði sem þýðir engin villa á prófinu sem hefur nú aldrei skeð fyrir mig áður í stærðfræði... Ég á einungis eftir að fá að vita úr verkstæðinu sem hefur gengið ágætlega þannig að ég efast um að það verði mér að falli;) Ég byrjaði að vinna um daginn og var það áhugaverð reynsla, eyðilagði tvö gler og svona en því var öllu tekið með ró á staðnum. Mamma og pabbi voru hér fyrir tveim vikum, vá hvað tíminn er fljótur að líða, og var það geggjað að hafa settið hérna. Það voru keyptar einhverjar jólagjafir, kíkt í jólatívolí og ég röflaði í einhverjum ítölskum þjón hehe fékk kamapvín útúr því vúhú fyrir svipnum mínum...Hann er náttúrulega svakalegur, nei bara nei það gekk ekkert að röfla þá prófaði maður að brosa og þá gekk þetta vsona glatt... En ég hef voða litlar fréttir núna það eina sem kemst að er að ég náði prófunum, get varla trúað því. Stekkjastaur heimsótti Odd og fékk hann eitthvað nammi, jólasveinninn ætlar samt ekki að koma öll kvöld af því hann býr svo langt í burtu að hann meikar það ekki. Þegar jólasveinninn kom til Kristínar kvöldið eftir þá fékk Kristín tópas og tuborg ,common, jólasveininum fannst þetta mergjað fyndið og hafði semsagt gleymt að það var ekki nóg eftir í pokanum handa Kristínu...
Jæja get ekki beðið eftir að koma heim eftir viku, þarf bara að vinna á morgun og vinna á laugardaginn og þá þarf ég ekki að gera neitt annað en að mæta á einhver námskeið í skólanum , klára kaup á jólagjöfum og bíða eftir jólunum vúhú. Það verður einmitt litlu jólin á laugardaginn hjá Önnu Láru og Hödda og verða skemmtilegustu manneskjur Kaupmannahafnar samankomnar á einn stað að hygge sig yfir hangikjöti, grilluðu lambalæri og ýmislegu nammi og auðvitað heimatilbúnum ís... Össss þetta verður svakalegt. Jæja ætla að fara að njóta þess að vera ekki með nein verkefni í gangi.

Kveðja Kristín Edda

laugardagur, 9. desember 2006

Dr. Spock

Jæja þá er um að gera að láta heyra eitthvað í sér. Þetta verður nú ekki langur pistill, bara að láta vita að við séum á lífi. Það er nú ekki langt í heimkomu hjá okkur. Við lendum í Drulluvík kl 00:10 aðfaranótt 22 des. Það verður fínt að lenda á klakanum. Skólinn gengur sinn vanagang hjá mér og skilum við af okkur lokaverkefninu 21 des. Kristín er búiinn að fá úr öllum prófum nema einu og er hún búinn að massa þetta allt. Maður er stoltur af stelpuni.
En í gær átti Gussi afmæli og var smá teiti í tilefni af því. Gussi hélt það hjá okkur þar sem hann er bara með herbergi og er á fullu að skrifa ritgerð þannig að hann nennti ekki að taka til. Saman komin voru Ég, Kristín, Höddi, Anna Lára, Pétur, Pétur litli, Gussi og var Raggi hérna líka, en hann kom frá Aarhús fyrr um daginn. Eftir að hafa fengið okkur aðeins í tánna var skellt sér á The Rock að sjá Dr. Spock. Þeir komu mér á óvart og var ég lúmst að fíla þá. Það er óhætt að segja að Óttar Proppé sé soldið öðruvísi en aðrir. En já þeir fá allveg 3 stjörnur af 5.