laugardagur, 9. desember 2006

Dr. Spock

Jæja þá er um að gera að láta heyra eitthvað í sér. Þetta verður nú ekki langur pistill, bara að láta vita að við séum á lífi. Það er nú ekki langt í heimkomu hjá okkur. Við lendum í Drulluvík kl 00:10 aðfaranótt 22 des. Það verður fínt að lenda á klakanum. Skólinn gengur sinn vanagang hjá mér og skilum við af okkur lokaverkefninu 21 des. Kristín er búiinn að fá úr öllum prófum nema einu og er hún búinn að massa þetta allt. Maður er stoltur af stelpuni.
En í gær átti Gussi afmæli og var smá teiti í tilefni af því. Gussi hélt það hjá okkur þar sem hann er bara með herbergi og er á fullu að skrifa ritgerð þannig að hann nennti ekki að taka til. Saman komin voru Ég, Kristín, Höddi, Anna Lára, Pétur, Pétur litli, Gussi og var Raggi hérna líka, en hann kom frá Aarhús fyrr um daginn. Eftir að hafa fengið okkur aðeins í tánna var skellt sér á The Rock að sjá Dr. Spock. Þeir komu mér á óvart og var ég lúmst að fíla þá. Það er óhætt að segja að Óttar Proppé sé soldið öðruvísi en aðrir. En já þeir fá allveg 3 stjörnur af 5.


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim